Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum kenna kínverskum stjórnvöldum um dreifingu kórónuveirunnar

Það harðnar á dalnum í samskiptum Kína og Bandaríkjamanna

Í nýrri könnun Pew Research Center í Bandaríkjunum kemur fram að 78% Bandaríkjamanna kenna stjórnvöldum í Kína um hlut sinn í dreifingu COVID-19. Hafa aldrei jafn margir Bandaríkjamenn verið jafn neikvæðir í garð Kína og nú en 73% segjast hafa neikvæðar tilfinningar til Kína. Fjölmargir Bandaríkjamenn kalla veiruna „CCP-virus” þar sem CCP er skammstöfun fyrir kommúnistaflokk Kína.

Helmingur Bandaríkjamanna vilja að Bandaríkjastjórn sæki Kínastjórn til ábyrgðar, þótt það þýddi versnandi samskipti ríkjanna. 73% vilja að Bandaríkin reyni að vernda mannréttindi í Kína, þótt það þýði versnandi efnahag ríkjanna. 77% hafa lítið eða ekkert traust til Xi Jinping aðalritara kommúnistaflokks Kína og er það aukning um 27% á einu ári. Könnunin var gerð milli 16. júní og 14. júlí hjá 1003 Bandaríkjamönnum. 


Margir lögfræðingar í Bandaríkjunum hafa kynnt aðgerðir til að sækja ríkisstjórn Kína til ábyrgðar fyrir að hafa valdið sjúkdómafaraldrinum m.a. að beita efnahagslegum þvingunum og afnema lög um vernd sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að kæra Kína í bandarískum dómstólum.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila