Kína leggur upp línurnar fyrir „innkomandi ríkisstjórn Biden“

Joe Biden og Xi Jinping ganga fyrir framan heiðursverði Alþýðuhers Kína

Hlýðið Peking, reynið ekki að skora gegn efnahagslegum yfirburðum Kína og opnið innanlandsmarkað ykkar án takmarkana: Þessi þrjú lykilatriði fyrir ríkisstjórn Joe Biden birtir áróðursmálgagn Kommúnistaflokks Kína Global Times í leiðara dagsins. Tilkynnir málpípa kommúnistaflokksins að kommúnistaflokkurinn vilji með Biden fá „samstarfssamband sem er grundvallalega öðru vísi“ en Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð upp á.

Biden orðinn 46. forseti Bandaríkjanna á óafturkræfan hátt

Og án þess að kosningar Bandaríkjanna séu enn útkljáðar, vegna gruns om stærsta kosningasvindl sögunnar, segir Global Times „að Biden sé 46. forseti Bandaríkjanna á óafturkræfan hátt.“ Blaðið segir Kína og Bandaríkin eigi að deila efnum sínum sameiginlega í baráttunni gegn kórónufaraldrinum.

Stöðva verður „Bandaríkin fyrst og fremst“

„Reynsla Kína er mikilfeng í því að takmarka farsóttina og ekki ætti að vanmeta framúrskarandi hæfni Kína í að framleiða persónulegan öryggisbúnað, bóluefnaflöskur og frystibúnað sem ríkisstjórn Biden getur notað.“

Þegar kemur að efnahagslega raunveruleikanum sem umlykur löndin tvö kemur leiðarahöfundur kommúnistaflokksins beint að málinu og segir að efnahagur Kína stækki á „gríðarhraða“ og ef Bandaríkin vilji vera með á þeirri ferð þá verða þau að fylgja Peking. Hina „sjálfselskandi“ stefnu „Bandaríkin fyrst og fremst“ verður að stöðva:

Ástralir og Kanadamenn hlutu sársaukafulla reynslu af Peking

„Þær efnahagslegu árásir sem teymi Trump gerði á Kina gerðu hvorki Bandaríkjunum né neinu öðru landi í heiminum neitt gott. Það ætti aldrei að lítillækka eða horfa fram hjá kaupmætti kínverskra fyrirtækja og heimila. Það hafa tveir dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna, bæði Ástralía og Kanada, reynt með sársaukafullum lærdómi frá Peking. Traðkið ekki á takmarkanir kínverskrar alþýðu, hún mun að öðrum kosti slá til baka.

Núna hafa fjölmörg bandarísk alþjóðafyrirtæki sett sig á móti tilraun Trumps til „efnahagslegrar aftengingar“ vegna þess að þeim er ljóst að hvergi er hægt að finna annan jafn stóran og stækkandi markað og Kína. Svo komandi ríkisstjórn Bidens verður að hugsa út nýja stefnu sína til að snúa við því stefnubrölti sem Trump hefur básúnað út síðustu fjögur árin.“

Einfaldast og best að hlýða yfirvöldum í Peking

Til að gera málið einfalt: Global Times varar Biden við því að gera neitt annað en að hlýða fyrirmælum frá Peking. Allt annað sé tilgangslaust og muni mistakst vegna einræði kínverska kommúnistaflokksins.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila