Kína mengar meira en Bandaríkin og öll þróuðu ríkin samanlagt

Kína losaði meira af gróðurhúsalofttegundum (GHG) en Bandaríkin og öll önnur þróuð lönd samanlagt árið 2019 samkvæmt skýrslu sem birt var 6. maí af rannsóknarfyrirtækinu Rhodium Group í New York.

Skýrslan sýnir, að Kína eitt og sér ber ábyrgð á rúmlega 27 prósent af heildarlosun á heimsvísu en Bandaríkin koma langt á eftir í öðru sæti með 11 prósent. Indland var í þriðja sæti með 6,6 prósent og síðan 27 ríki Evrópusambandsins með 6,4 prósent.

Losun Kína náði næstum 14,1 gígatonni koltvísýrlingsígilda árið 2019, sem er meira en þreföldun miðað við ár 1990 og 25 prósent aukning síðasa áratuginn skv. skýrslunni. Alheimslosun gróðurhúsaloftteguna var 52 gígatonn árið 2019. Að auki var losun Kína 10,1 tonn á íbúa árið 2019 sem er aðeins lægri en 10,5 tonna meðaltal á íbúa OECD landanna.

„Þó að endanleg alþjóðleg gögn fyrir árið 2020 liggi ekki enn fyrir, reiknum við með að losun Kína á mann fari yfir meðaltal OECD árið 2020, þar sem nettó losun gróðurhúsalofttegunda í Kína jókst um 1,7% á meðan losun frá næstum öllum öðrum þjóðum minnkaði verulega í kjölfar COVID- 19 heimsfaraldursins“ segir í skýrslunni.

Kína er stærsti kolaframleiðandi og notandi heims með yfir þúsund starfandi kolaraforkuver – byggir fleiri í Kína og víða um heim

Kína er stærsti kolaframleiðandi og -notandi heims. Samkvæmt gögnum frá Global Energy Monitor í San Francisco voru 1.082 kolraforkuver starfandi í Kína í janúar á þessu ári. Kína er að byggja 92 kolaraforkuver til viðbotar og önnur 135 eru í undirbúningi.

Á sama tíma fjármagnar Peking einnig jarðefnaverkefni í löndum sem eru þáttakendur í Belti og Braut verkefninu. Samkvæmt Alþjóðatengslaráðinu í New York, tók Kína þátt í byggingu 240 kolaraforkuvera í þessum löndum árið 2016. Ráðið segir að „fjárfestingar Belti og Braut í kolaraforkuverum muni gera baráttuna gegn loftslagsbreytingum erfiðari.“

AFP greindi frá því í desember s.l., að Peking hefur lokað Belti og Brautarlöndin inni í „kolaorku framtíðarnnar“ með kínverskum kolaverkefnum í löndum eins og Zimbabwe og Pakistan.

Kínverski kommúnisminn versti mengunarvaldur heims

Skammastu þín Xi Jingping!

Öldungadeildarþingmaðurinn Rick Scott varaði á Twitter við samstarfi við Kína í loftslagsmálum . „Kína kommúnismans er versti mengunarvaldur heims og við getum ekki treyst því að það muni gera neitt til að breyta þeirri stefnu“ skrifaði Scott. „Að takast á við breytingu loftslagsins krefst raunverulegra lausna og við getum ekki látið eins og að tannlausir samningar við stórmengunarmenn eins og kínverska kommúnista geri neitt til að efla þá vinnu.“

Kína og Bandaríkin lofuðu að starfa saman í baráttunni við loftslagsbreytingar eftir ferð sérstaks sendiboða Bandaríkjaforseta, John Kerry, í apríl. Nokkrum dögum eftir ferð Kerrys tók Xi Jinping leiðtogi Kína þátt í loftslagsráðstefnu Bandaríkjanna þann 22. apríl, þar sem hann sagði að Kína myndi „takmarka“ kolanotkun sína 2021 til 2025 og fella hana niður á næstu fimm árum á eftir.

Óviðeigandi að ýta glæpum gegn mannkyni út af borðinu fyrir samstarf í loftslagsmálum

Kerry sagði eftir Kínasamninginn, að það væri mikilvægara að vinna með Kína en að vera að gagnrýna landið fyrir mannréttindabrot. Michael McCaul, leiðtogi repúblikana í utanríkismálanefnd þingsins, sagði við New York Post að Kerry ætti að „endurskoða forgangsröðun sína.“

Kínverskir kommúnistar ljúga um glæpi sína gegn mannkyni og reyna að stöðva að mynd eins og þessi fái útbreiðslu.

„Að krefjast þess, að Kommúnistaflokkur Kína hætti að fremja þjóðarmorð, er ekki í veginum fyrir viðræður um loftslagsbreytingar og að gefa í skyn að loftslagsmál séu mikilvægari en líf milljóna kúgaðra íbúa í Kína er tilfinningalaust og óviðeigandi.“

Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því yfir í janúar s.l. að kínverski kommúnistaflokkurinn hafi framið þjóðarmorð og „glæpi gegn mannkyninu“ gagnvart Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang.

August Pfluger, fulltrúi utanríkismálanefndar þingsins, sagði á Twitter 6. maí að „ummæli Kerrys væru ógeðsleg og siðferðislega röng.“

„Kínverski kommúnisminn fremur þjóðarmorð – neyðir milljónir Úígúra múslima í þrælkunarbúðir og fremur glæpi gegn mannkyninu. Bandaríkin geta ekki lokað augum fyrir þessu og dustað af sér þessa kúgun.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila