Kína myndar breiða og flókna hótun gegn Svíþjóð

Kínverjar vaka yfir fleirum en eigin landsmönnum gegnum hátækni, viðskipti og Belti og Braut.

Í vikunni kom árleg skýrsla öryggisþjónustu hersins MUST og í henni er ógnum Svíþjóðar lýst sem „stjórnmálalegum, efnahagslegum og hernaðarlegum hótunum samtímis – ekki annað hvort eða.” Varnarmálayfirvöld fullyrða að hættur sem steðja að Svíþjóð séu ekki einungis hernaðarlegs eðlis, heldur einnig stjórnmála- og efnahagslegar. Segir í skýrslunni að „Kína nýti sér af sífellt meira sjálfsöryggi valdatæki á breiðum grundvelli til að ná fram hagsmunum sínum.”

„Öryggismálaáhugi Kína á Svíþjóð snýst fyrst og fremst um að komast yfir skipulagskerfi og hátækni fyrir borgaralega og hernaðarlega notkun, í gegnum uppkaup, viðskipti eða undirróðursstarfssemi.”

Kína nær heimsyfirráðum í gegnum verkefnið Belti og Braut

Sú hótunarmynd sem snýr að Svíþjóð er breið og flókin. Mikið snýst um efnahag og hátækni. Kína lítur sífellt í ríkara mæli á tækni og efnahagsmál sem óaðskiljanlegan hluta af þjóðaröryggi sínu. Gagnvart hátæknilandi sem er háð útflutningi eins og Svíþjóð er það ógn við samkeppnis- og varnargetu landsins og sjálfsákvörðunarrétt Svíþjóðar.

Sem dæmi má nefna að kínversk fyrirtæki reka yfir tvo þriðju hluta af lestarumferðinni í Svíþjóð. T.d. neðanjarðarlestarstöðina í Stokkhólmi, Mälarlestarfélag í mið-Svíþjóð og MTR lestar á milli Stokkhólms og Gautaborgar. Þar að auki hafa kínverskir kommúnistar byggt eigin hafnir í Belti og Braut eins og t.d. í Karlshamn sem var fjármögnuð af Kommúnistaflokki Kína. Ný gámahöfn á Stokkhólmssvæðinu, Norvik, er í eigu fyrirtækisins Hutchison Ports með tengsl við Kommúnistaflokk Kína. Sem dæmi um heimsyfirráðastefnu Kína má t.d. nefna höfnina Pireus, sjöttu stærstu höfn Evrópu sem er í Grikklandi í eigu COSCO, sem Kína stjórnar.

Geta fylgst með ferðum lögreglu og hers og hlerað samtöl gegnum innbyggða hljóðnema

Um svipað leyti og skýrsla hersins birtist um þær hættur sem steðja að Svíþjóð vegna heimsyfirráðastefnu kínverskra kommúnista, þá tilkynnir bílaframleiðandinn Polestar, sem er í eigu Volvo með bílaframleiðslu í Kína, að bílaeigendur fái aðgang að nýjustu útgáfu „Over the air” á þráðlausri uppfærslu bílanna. Þýðir það að eigendur Volvo hafa fullan aðgang að upplýsingunum um alla bílaeigendur. Samkvæmt kínverskum lögum eru kínversk fyrirtæki skuldbundin að skila upplýsingum til yfirvalda í Kína, einnig þær sem fara fram á milli tækja í hátæknineti 5G.

Á næstu átta árum mun lögreglan í Svíþjóð kaupa 2 200 nýja Volvo bíla til starfsseminnar, sem þýðir að kínverskir eigendur Volvo vita nákvæmlega hvar 2 200 lögreglubílar eru staddir í Svíþjóð hverju sinni og hvernig þeir hreyfast og það sama gildir um fjölda farartækja hersins. Kína getur einnig hlustað á samtöl í farartækjunum gegnum innbyggða hljóðnema þeirra.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila