Kínverska sendiskrifstofan í Houston var „fullkomin njósnamiðstöð”

Sendiskrifstofa Kína í Houston er engin smábygging enda fullbúin njósnamiðstöð

Formaður öryggismálanefndar Bandaríkjaþings, Marco Rubio, segir að konsúlat Kína í Houston sem Bandaríkin fyrirskipuðu Kína að loka í gær, hafi virkað sem „fullkomin njósnamiðstöð.” Rubio tísti 22. júlí:
„Konsúlat Kína í Houston er ekki diplómatísk stofnun. Það er miðstöð Kommúnistaflokksins fyrir megin netverk njósna og áhrifamyndandi aðgerða í Bandaríkjunum. Núna verður byggingunni lokað og njósnararnir fá 72 tíma á sér til að fara eða verða handteknir ella.”


Að sögn Morgan Ortagus fulltrúa ríkisins var lokunin skipuð „til að vernda einkaréttindi í Bandaríkjunum og einkaupplýsingar Bandaríkjamanna.”
Chen Yonglin sem var ritari Kína og ráðunautur erlendra viðskipta í Sidney, Ástralíu og flúði frá Kína 2005 segir að sendiráð og sendiskrifstofur Kína séu notaðar til að hafa áhrif á stjórnmálamenn á staðnum og virkja Kínverja og kínverska námsmenn í þágu kínverska kommúnistaflokksins:

„Að ná tökum á Kínverjum erlendis er stöðugt verkefni Kommúnistaflokks Kína sem leið til að komast dýpra inn í strauma viðkomandi ríkis. Það er ekki bara í Ástralíu, þetta er gert í öllum löndum t.d. Bandaríkjunum og Kanada líka.” 

Lokunin kom í kjölfar ákæru gegn tveimur Kínverjum sem sakaðir eru um að hafa um árabil stolið upplýsingum um vopnabúnað, lyfjaframleiðslu, kóða hugmyndabúnaðar og persónuupplýsingar.


Í september í fyrra ráku Bandaríkin tvo starfsmenn kínverska sendiráðsins fyrir njósnir á herstöð í Virginíu. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins er Kína viðriðið 60% allra viðskiptaþjófnaðarmála í Bandaríkjunum og 80% ákæra vegna njósna um efnahagsmál í tengslum við hagsmuni Kínverska Kommúnistaflokksins. 


26 starfsmenn sendiskrifstofunnar eyddu sönnunargögnum og brenndu áður en þeir yfirgáfu bygginguna. Samual Pena hjá slökkviliðinu í Houston sagði við Fox „að það leit út fyrir að vera opinn eldur í gámi á lóð sendiskrifstofunnar. En það leit ekki út fyrir að vera stjórnlaus eldur en þeir vilja ekki hleypa okkur inn.”Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila