Kína segir það „samsæriskenningu“ að fullyrða að veiran komi frá þeim

Kínverski kommúnistaflokkurinn segir það samsæriskenningu óvina Kína að segja, að veiran komi frá Kína. Í staðinn hafi hinir vondu Bandaríkjamenn dreift veirunni og valdið mannkyni miklum skaða.

Global Times málgang Kommúnistaflokksins í Kína hafnar alfarið þeirri útbreiddu skoðun, að kórónaveiran er upprunnin í Kína. Segir stjórn flokksins slíka fullyrðingu vera fjandsamlega „samsæriskenningu“ sem eigi að banna í fjölmiðlum. Fyrstu tilfelli kínverskra kórónaveirusýkinga hjá mönnum voru skjalfest í Wuhan seint á árinu 2019. Engin opinber gögn eru til í Kína sem staðfesta sýkingu fyrir 17. nóvember 2019 en þá sögðu læknar í Wuhan fyrst frá málinu. Frá þessu greinir Breitbart.

Kommúnistaflokkurinn viðurkennir einungis opinberlega, að smit hafi verið í Kína frá desember 2019 og segir að smit hafi áður fundist á Ítalíu sem þýðir, að Kínverjar á Ítalíu hafi borið með sér veiruna til Kína og smitað Kínverja. Kommúnistaflokkurinn þrýstir einnig á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (W.H.O.) að hefja rannsókn á Bandaríkjunum sem upprunastað veirunnar en ekkert liggur fyrir um að fyrstu smit veirunnar hafi átt sér stað þar.

„Botnlaus rógburður að gagnrýna kommúnistaflokkinn

Í grein flokksmálgagnsins er öll gagnrýni á kommúnistaflokkinn fordæmd og sagt „að skýr mörk séu á milli upplýsinga annars vegar og afvegaleiðandi upplýsinga eða falsfrétta hins vegar“ :

„Upplýsingaherferð sem einhver vestrænn fjölmiðill setur af stað t.d. með samsæriskenningu um að COVID-19 eigi uppruna sinn í Kína og að stjórn Kína í Xinjiang fremji „þjóðarmorð“ er botnlaus rógburður.“

Dr. Li Wenliang varaði umheiminn við því að veiran smitaðist milli fólks. Hann tók þessa mynd af sér í janúar 2019 og lést skömmu síðar.

Blaðið vitnar í skýrslu WHO eftir för sendinefndar WHO til Kína, þar sem því er haldið fram, að sýkt dýr hafi dreift veirunni í annað dýr, sem síðan komst í snertingu við menn. Í skýrslunni er því einnig haldið fram „að minnstu líkur séu á ví að sú kenning standist, að veiran hafi borist út vegna slyss á rannsóknarstofunni í Wuhan” sem rannsaði kórónaveiru á þeim tíma. Í skýrslunni voru einnig settar fram vangaveltur um að veiran hafi borist til Wuhan með aðfluttu dýrakjöti.

Gagnrýndi Kína fyrir að hafa haldið upplýsingum frá rannsóknarteyminu

Rannsókn WHO var gerð í upphafi ársins 2021 um einu ári eftir að kínverskir embættismenn viðurkenndu að hafa eyðilagt sýni af veirunni sem gerði rannsóknir á þróun hennar ómögulegar. Á blaðamannafundinum þegar skýrsla WHO var kynnt, þá gagnrýndi Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO Kína fyrir að halda mikilvægum gögnum frá rannsóknarteyminu og hvatti til frekari rannsóknar um hugsanlegan leka á rannsóknarstofunni í Wuhan.

„Teymi okkar heimsótti nokkrar rannsóknarstofur í Wuhan og athugaði möguleikann á að veiran hafi borist í fólk frá rannsóknarstofunni“ sagði Tedros. „Ég tel að þetta mat hafi ekki verið nógu víðtækt. Þörf er á frekari gögnum og rannsóknum til að fá fram áreiðanlegri niðurstöður. “

Global Times sagí í upphafi að með ummælunum væri Tedros að „sefa Washington“ en núna túlka kommúnistarnir rannsókn W.H.O. í Wuhan sem endanlega niðurstöðu um að veiran eigi uppruna sinn annars staðar en í Kína. „Eftir rannsóknina í Kína hefur WHO lagt til frekari rannsóknir á uppruna veirunnar í öðrum löndum en samt gekk Ástralía til liðs við Bandaríkin og 13 önnur lönd og biðja W.H.O. um nýja skýrslu“ skrifaði Global Times.

Málfrelsi „hræsni og fáránleiki” sé það notað til að gagnrýna kommúnistaflokkinn eins og Ástralir gera

Kínverska utanríkisráðuneytið eyddi miklum tíma á síðasta ári í að breiða út þann áróður í Kína, að veiran sé upprunin í Bandaríkjunum. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytisins, hefur ítrekað ásakað Bandaríkjaher um að hafa valdið heimsfaraldrinum en hefur aldrei komið með neinar sannanir. Global Times harmar að lokum að málfrelsi sé notað t.d. í Ástralíu til að lýsa yfir áhyggjum um að gagnrýni á kommúnistaflokkinn sé ritskoðuð. Slíkt væri bæði „mikil hræsni og fáránleiki.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila