Kína skipar leiðtogum heims að „mæta ekki“ á fund SÞ um Xinjiang

Kína skipar aðildarlöndum Sameinuðu Þjóðanna að mæta ekki á alþjóða fund um þjóðarmorð þeirra gegn Úígúrum í Xijiang-héraðinu. Í fréttatilkynningu sem Reuters hefur birt, skrifar sendinefnd Kína að fundurinn sé „skipulagður í stjórnmálalegum tilgangi. Við biðjum nefnd þína að taka EKKI þátt í þessum fundi sem er fjandsamlegur Kína.“ Ekki kemur fram í fréttinni nákvæmlegar hver er afsendari tilkynningarinnar.

Kína ásakar skipuleggjendur fundarins, sem fleiri lönd í Evrópu ásamt Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada ætla að mæta á, um að nota spurninguna um mannréttindi í Xinjiang sem pólitískt verkfæri til að sá sundrungu og óreiðu til að hindra þróun Kína.

„Þeir eru helteknir af því að æsa upp til deilna við Kína“ skrifaði sendinefnd Kína hjá SÞ að söng Reuters.

Bandaríkin, Þýskaland og Bretland

Sendiherrar Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands hjá SÞ munu tala á fundinum sem verður á netinu og halda á nú á miðvikudag. Einnig munu forystumenn Human Rights Watch og Amnesty International tala á fundinum.

Vesturlönd og mannréttindasamtök ásaka Kína um brot gegn mannkyni í Xinjiang. Yfirvöld hafa reist byggingar líku fangelsum þar sem fjöldi Úígúra – allt að tveimur milljónum manns, hefur verið komið fyrir. Samkvæmt vitnisburðum, sérfræðingum SÞ og aktívista er fólk tekið frá fjölskyldum sínum og lokað inni á réttarhalda, stjórnmálalega heilaþvegið og þarf að þola ofbeldi.

Sniðganga ríkisstjórnir

Kína hafnar þessum ásökunum og lýsir þrælkunarbúðunum sem „endurhæfingarbúðum“ í því skyni að hindra hryðjuverk.

Louis Charbonneau yfirmaður Mannréttindaeftirlits SÞ segir að „Peking hefur í fjöldamörg ár reynt að sniðganga ríkisstjórnir svo þær muni þegja en sú stefna hefur algjörlega mistekist.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila