Aukinn yfirgangur Kína á Kínahafi skapar hernaðarspennu og ótta um vopnuð átök

Kínverjar hafa sig mikið frammi með hertólum á Kínahafi og gera kröfur um landssvæði sem tilheyra öðrum ríkjum. Taugaveiklun kínverskra kommúnista eftir útbrot kórónuveirunnar gerir það að verkum að minnsta slys getur orðið að stórbáli og núna auka mörg ríki varnir sínar vegna hugsanlegrar árásar kínverskra kommúnista.


Útþenslustefna Kína á Suður-Kínahafi undanfarin ár m.a. með byggingu gervieyja á neðarsjáfarrifum, fjölgun herstöðva ásamt auknum kröfum á landssvæði Japana, Filippseyja, Ástralíu, Víetnam og annarra landa á svæðinu hefur leitt til vígbúnaðarkapphlaups í fullum skala.

Kínverjar hafa stóraukið fé til hermála og nýleg yfirlýsing kommúnistaflokks Kína um að, það skipti engu máli að ráðamenn Taiwan óttast vopnaða innárás Kínverja og hertöku landsins, því „Taiwan er hvort eð er hluti af Kína,” bendir til að Kína geti „sameinað Taiwan móðurlandinu” með svipaðri þjóðaröryggislöggjöf og gildir núna um Hong Kong. Ríki á hættusvæðinu hafa neyðst til stóraukinna fjárútgjalda til hermála til að undirbúa varnir fyrir hugsanlega árás kínverska stórveldisins.

Pompeo kallar til sameiginlegs bandalags Vesturheims gegn yfirgangi kínverska kommúnismans 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo sagði í ræðu í London að 

„útflutningur kínverska kommúnistaflokksins á veiruslysinu til að tryggja eigin hagsmuni eru til skammar. Í staðinn fyrir að hjálpa heiminum hefur Aðalritari Xi sýnt heiminum rétt andlit flokksins. Ég vona að við getum byggt bandalag sem skilur þessa ógn og vinnur sameiginlega að því að sýna Kommúnistaflokki Kína fram á að það er ekki í þágu þeirra að hegða sér á slíkan hátt.”


Bandaríkin hafa enn á ný tekið að sér lögregluhlutverkið og hafa nýlega sent flugmóðurskip til að halda opnum alþjóða siglingaleiðum á Kínahafi. Nýlega æfði Taiwan varnir gegn hugsanlegri árás Kínahers á landið en herflugvélar Kína eru mjög ófyrirleitnar í daglegu flugi við Taiwan. Joseph Wu utanríkisráðherra Taiwan segir að Kínverjar æfi herárásir á Taiwan: „Það sem kínverski herinn gerir er að undirbúa sig fyrir að leysa vandamálið með Taiwan með ofbeldi.”

F-16 herþota frá Taiwan stuggar H-6 sprengjuþotu kínverska flughersins frá lofthelgi Taiwan

Ástralir auka herfjárlög um 270 milljarða dollara

Nýlega hækkuðu Ástralir herfjárlög um 270 milljarði ástralskra dollara m.a. til að byggja eldflaugavarnarkerfi á norðurströnd Ástralíu en Kína hefur tekið yfir margar eyjar fyrir norðurströnd Ástralíu og byggir þar aðstöðu fyrir her og herskip. Eins og kemur fram í  myndbandinu að neðan múta Kínverjar yfirvöldum eyja til hægri og vinstri fyrir norðurströnd Ástralíu og var einum ráðamanni m.a. boðið milljón bandaríkjadala fyrir að skrifa undir „kínverskt samastarfsverkefni”.

Kína lánar fé til ríkja sem geta ekki greitt til baka og taka síðan hafnir og flugvelli sem greiðslur upp í skuldir. Kína notar kínverska verkamenn sem sjá um að reisa mannvirki, þannig að vinna við framkvæmdir fer ekki til heimamanna „samstarfsríkjanna”. Líkir ástralski forsætisráðherann kommúnisma Kína undir forystu Xi Jinping við nasisma Þýskalands undir forystu Adolf Hitlers.


Hætta á beinum hernaðarátökum fer vaxandiVegna yfirgangs Kína sem telur stóran hluta alþjóðlegra svæða á Kínahafi núna vera sitt eigið „nærsvæði”, taugaveiklunar kommúnistastjórnarinnar og vaxandi hernaðarlegrar nærveru hins lýðræðissinnaða heims á opinberum siglingaleiðum í Kínahafi hefur spennan vaxið og getur minnsti misskilningur eða slys mögulega fengið eigið líf og orðið sá neisti sem kveikir stórbál á svæðinu.

Kínverjar líta á sig sem fórnarlamb síðustu alda og að „nú sé þeirra tími kominn til að vera leiðandi stórríki heims.” Kínverskir kommúnistar hafa notað viðskiptagróða til að auðgast sjálfir og byggja upp hernaðarmátt til árásar á önnur ríki fylgjandi boðskap hins mikla leiðtoga Maó Tsetung: „Stjórnmálavaldið kemur úr byssuhlaupinu.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila