Er Three Gorges Dam vantsstíflan í Kína að gefa sig?

Three Gorges Dam er ein stærsta vatnsstífla í heimi og þar er stærsta raforkustöð heims. Alvarlegir brestir hafa fundist í stíflugarðinum.

Einhverra hluta vegna fara flóðin sem enn halda áfram í Kína ekki mikið fyrir í fréttum. En ef til vill munu „hefðbundnu miðlarnir” segja frá því, ef ein stærsta vatnsstífla í heimi Three Gorges brestur með fjölda dauða og skemmdir í för með sér – þegar og ef slíkt gerist.

Vatnsstíflan er hins vegar í hættu og sömuleiðis 400 milljónir íbúar sem búa á svæðum fyrir neðan stífluna en engar áætlanir finnast um björgun fólks ef stíflan brestur. Giskað er á að a.m.k. hálf milljón manns muni týna lífinu ef stíflan brestur. 

Yfirvöld í Kína hafa viðurkennt að „2,4 kílómetra vatnsstífla Three Gorges Dam fyrir Yangtse ánni í Hubei héraði hafi skemmst lítillega eftir mikil flóð að undanförnu.” Skemmdirnar gerðust nýlega þegar flæddi í héruðum Sichuan og Chongqing við uppruna Yantze árinnar. Mestu áhyggjur eru spár um áframhaldandi rigningar.

Fyrirtækið sem rekur stífluna segir að hlutar hennar hafi „skemmst lítillega”  og fært til hluti. Tilkynnt hefur verið um leka í stífluveggjum samtímis sem vatni var að hluta til hleypt út í 18 tíma um síðustu helgi.

Wang Hao meðlimur kínversku véltækniakademíunnar og sérfræðingur í glussatækni sem á sæti í virkjunarnefnd Yangtze árinnar segir, að tryggt sé að stíflan þoli tvisvar sinnum meira álag flóða en það sem varð s.l. laugardag.

Háðsglósurnar ganga fjöllum hærra í Kína eftir að Wang Hao sagði að

 „það væri jafnvel góð álagsprófun sem myndi styrkja stífluna vatnsyfirborðið næði hámarki.”

Sögur ganga um að yfirvöld létti á stíflunni og hleypi út vatni án þess að láta íbúa vita svo hægt sé að bjarg sér og munum sínum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila