Kínasérfræðingur: „Kommúnistaflokkur Kína í stríði um allan heim til að koma frjálshyggjunni fyrir kattarnef”

Robert Spalding höfundur bókarinnar „Stealth War: How China Took Over While America’s Elite Slept”„Hvernig Kína tók völdin á meðan elíta Bandaríkjanna svaf” segir að ríkisstjórn Kína hafi notað dreifingu Kína veirunnar út um allan heim til að skapa glundroða í Bandaríkjunum – og að lokum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar.

„Við erum 2020 mitt í stríði sem Kommúnistaflokkur Kína rekur um allan heim til þess koma frjálshyggjunni fyrir kattarnef” segir Spalding í viðtali við Epoch Times í þættinum „American Thougt Leader” 10. nóvember s.l. sem sjá má á myndbandi hér að neðan. Robert Spalding er á eftirlaunum sem fv. hershöfðingi í flugher Bandaríkjanna. Spalding er einnig virkur við hugveitu Hudson stofnunarinnar. Í störfum sínum leggur hann áherslu á samband Bandaríkjanna og Kína, efnahagslegt og þjóðlegt öryggi og jafnframt hernaðarlegt jafnvægi á Kyrrahafssvæði í Asíu.

Meðvituð afskipti

Í byrjun janúar var kínverska stjórnin eins og „máluð útí horn.” Hún hafði þá skrifað undir fyrsta þáttinn í viðskiptasamningi Bandaríkjanna og Kína sem neyddi flokkinn að breyta um efnahagsstefnu og leiddi til atvinnuleysis á heimavelli. En þegar veirupestin braust út í Wuhan skildi kommúnistaflokkurinn að hægt væri að „breyta kreppunni í möguleika” segir Spalding og upplýsir að kínverska orðið fyrir „kreppu” samanstendur af tveimur táknum: „hætta” og „möguleiki.” Þess vegna lét stjórnin veiruna dreifast út um allan heim með því að leyfa alþjóðlegar flugferðir á sama tíma og allt innanlandsflug lagðist niður. Að auki þá keypti stjórnin læknaútbúnað alls staðar að úr heiminum sem orsakaði skort í öllum heiminum.

Ríkisstjórnin háði síðan umfangsmikla upplýsingabaráttu til að dylja hlut sinn í farsóttinni á sama tíma og hún dreifði áróðri um hvernig hún brást við farsóttinni. T.d. þrýsti stjórnin á Heimsheilsustofnun WHO í byrjun um að lítilgera hættuna á smiti milli fólks; dreifði röngum upplýsingum þar sem fullyrt var að veiran kæmi frá Bandaríkjunum og Evrópu; breiddi út áróður á félagsmiðlum sem hvatti til lokana eins og í Kína ásamt hugmyndinni að Bandaríkin og önnur lönd ynnu ekki sín störf nægjanlega vel til að mæta farsóttinni en sú mynd hafði mikil áhrif fyrir kosningarnar.

– „Þegar allir þessir þættir eru lagðir saman, þá beitti kommúnistaflokkurinn sér á meðvitaðan hátt til að hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum” segir Spalding.

„Afleiðingarnar af gjörðum kommúnistaflokksins komu berlega í ljós, þegar gripið var til víðtækra póstatkvæðagreiðslna vegna farasóttarinnar”

Spalding bætir við að afleiðingarnar af framferði kommúnistaflokksins hafi komið berlega í ljós, þegar gripið var til víðtækra póstatkvæðagreiðslna vegna farsóttarinnar. Spalding pendir á að hluti stafrænna talningavéla hafi nokkurs konar forrit eða tæknibúnað eða hvoru tveggja sem kemur frá Kína. „Það hefur komið í ljós í athugun eftir athugun að við höfum átt í vandræðum bæði með póstatkvæðin og stafrænar talningavélar, sérstaklega þær sem hafa kínverskan tæknibúnað.

Lögðust gegn kommúnistaflokknum í þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna 2017

„Kínverska stjórnin vill hafa framtíð þar sem heiminum er stjórnað af einræðisríkisstjórnum” segir Spalding. Til að ná því markmiði hefur flokkstjórnin gert sér grein fyrir því í áratugi að hún „þyrfti að ná fótfestu í Bandaríkjunum” til að fá aðgang að viðskiptum, þekkingu og það mikilvægasta af öllu, fjármagni til að stækka eigin efnahag.

„Svo hvað gera þeir? Þeir gera samning við Bandaríkin sem leiðir til inngöngu í Heimsviðskiptasamband WTO 2001 sem leiddi til hruns verkalýðsstéttarinnar í Bandaríkjunum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá vill kommúnistaflokkurinn fá samstarf við fyrirtækin í Bandaríkjunum og báða stjórnmálaflokkana sem eykur möguleika þeirra efnuðu og kúgar hagsmuni verkalýðsstéttarinnar.”

Ríkisstjórn Trump lagðist gegn hegðun Kommúnistaflokks Kína í þjóðaröryggisstefnu sinni ár 2017. „Stjórnin skildi hvað var að gerast og hófst handa við að leysa vandann” segir Spalding. Aftur til 2020: kínverski leiðtoginn Xi Jinping notfærði sér farsóttina til að ná sér niðri á ríkisstjórn Trump. „Hvers vegna fengum við umfangsmiklar póstatkvæðagreiðslur? Vegna kórónuveirunnar. Af hverju fengum við kórónuveiruna? Vegna Kommúnistaflokks Kína. Hvernig skapaðist þessi möguleiki? Af því að við buðum þeim inn í WTO, vegna þess að við buðum þá velkomna inn í alþjóða samfélagið.”

Leyniskipulag

Spalding segir að flestir blaðamenn jafnvel leyniþjónustan séu í vafa um að koma kommúnistaflokknum til varnar en vilja fá gögn sem sanna að slæmur aðili sé viðriðinn málin.

„Sér í lagi slíkir eins og Kommúnistaflokkur Kína sem eru ein mestu leynisamtök sem til eru í heiminum. Þeir eru ekki að básúna út það sem þeir eru að gera.”

– „Það lærðu menn á að horfa á mafíumyndir eins og Al Capone að þessi aðilar og sér í lagi slíkir eins og Kommúnistaflokkur Kína eru ein mestu leynisamtök sem til eru í heiminum. Þeir eru ekki að básúna út það sem þeir eru að gera. Eina skiptið sem maður fær eitthvað að vita um hvað er að gerast að tjaldabaki er þegar stór kreppa gengur yfir landið. T.d. 2013 þegar Xi Jinping komst til valda eftir innri flokksdeilur, þá var ´Skjali nr. 9´lekið út. Og þegar stjórnin varð fyrir auknum þrýstingi frá ríkisstjórn Trump var ´Xinjiangskjölunum´ lekið til fjölmiðla sem sýndu fjöldahandtökur múslímskra Úígúra í norðvestur héraðinu Xinjiang.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila