Kínverjar hæðast að Bandaríkjunum vegna Afganistan – Talibönum skipt út fyrir Talibana

Kínverjum er afar skemmt þessa dagana vegna klúðurs Bandaríkjanna í Afganistan og þær óvinsældir sem Joe Biden hefur bakað sér vegna málsins og eru dæmi um að kínversk stjórnvöld hreinlega hæðist af vandræðalegri stöðu Bandaríkjanna.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum, Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum kom fram að Biden verði sífellt óvinsælli, bæði á alþjóðlegum vettvangi sem og heima fyrir. Kínverjar hafa nýtt sér þessa stöðu til þess að skjóta föstum skotum á forsetann og lýsa því yfir með hæðnistón að Bandaríkin hafi unnið mikið þrekvirki í Afganistan og hafi með undraverðum árangri skipt út Talibönum fyrir Talibana.

Ekki hefur Biden gengið betur heima fyrir og býr við sívaxandi óvinsældir. Ekki bætir úr skák að hann þykir oft koma undarlega fyrir á opinberum vettvangi. Það var einmitt það sem átt sér stað á dögunum þegar hann kom fram í vinsælum sjónvarpsþætti og sat þar fyrir svörum áhorfenda. Þar stamaði forsetinn og talaði samhengislaust og talaði meðal annars um geimverur án þess að fólk áttaði sig á hvers vegna forsetinn talaði um geimverur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila