Kínverjar og Rússar í samstarfi um nýju Polar silkileiðina – Utanríkisráðherra Íslands styður stefnu Kínverja

Rússar og Kínverjar vinna nú saman að því að koma á nýrri silkileið frá Asíu yfir til Norður Evrópu með siglingum yfir Norðurpól. Áhugi kínverja á Norðurslóðaleiðinni hefur verið nokkuð til umræðu undanfarin ár og hafa Bandaríkin meðal annars varað Norræn ríki við samstarfi við Kínverja sem nefnist Belti og braut.

Áætlun kínverja hefur fengið heitið Polar silk road en í nýrri skýrslu er ljósi varpað á samstarf Rússa og Kínverja. Gústaf Skúlason fréttaritari í Stokkhólmi sagði í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag meðal annars frá skýrslunni en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í þættinum.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi lýst því yfir í opinberri heimsókn til Kína að Kínverjar hefðu stuðning Íslands við stefnu þeirra á Norðurslóðum. Lítið fór hins vegar fyrir þessum yfirlýsingum Guðlaugs í samfélags og fjölmiðlaumfræðunni hér á landi og líklegt að margir séu að heyra af því í fyrsta sinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila