Kínverjar nýta sér veikleika vesturlanda til frekari útþennslu

Páll Vilhjálmsson bloggari og blaðamaður.

Kínverjar nýta sér veikleika vesturlanda, t,d viðkvæmt stjórnmálaástand, mótmæli og uppþot til frekari útþennslu kínverskra áhrifa og valda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Páll segir dæmin mega sjá víða

við sjáum að kínverjar eru í mikilli útþennslu á sama tíma og við sjáum tölvuverða hnignun á vesturlöndum, við sjáum hvað Evrópusambandið er veikt, við sjáum það sem er að gerast í Bandaríkjunum þar sem stjórnkerfið stefnir jafnvel í að verða hálf lamað, við sjáum t,d að annar flokkurinn, Demókratar keyrðu á þeirri stefnu að forsetinn Trump væri strengjabrúða Pútín, svo höfum við Joe Biden sem forsetaframbjóðanda sem geymdur er ofan í kjallara því hann sé eitthvað sem ekki sé hægt að sýna á almannafæri, það eru sem sé veikleikar víða á vesturlöndum sem kínverjar nýta sér til hins ítrasta“,segir Páll.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila