Kínverjarnir klöppuðu ekki fyrir Zelenský eins og allir aðrir í Davos

Þegar allir stóðu upp og klöppuðu fyrir Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, eftir ræðu hans á World Economic Forum í Davos, þá sat kínverska sendinefndin sem fastast og sýndi enga hrifningu eða múgjátningu fyrir Zelenský eins og viðstaddir. Mikið er gert úr málinu af bandarískum stjórnmálamanni, sem var á staðnum og festi atvikið á myndbandi (sjá neðar á síðunni).

„Kínverjar hafa blóð á höndunum“

Bandaríski þingmaðurinn Michael McCaul, fulltrúi repúblikana frá Texas, tók sjálfur mynd af kínversku fulltrúunum í tengslum við ræðu Zelensky. Myndin var sýnd á CNN og þar greindi McCaul frá hneykslismálinu, sem skók fund glóbalistanna í Davos á mánudag.

„Þeir hafa blóð á höndunum“ segir Fulltrúardeildarþingmaðurinn Michael McCaul og er mikið niðri fyrir:

„Þeir sátu rétt fyrir aftan mig. Eftir ræðu sína fékk Zelensky standandi lófaklapp frá öllum – nema kínversku sendinefndinni, sem sat sem fastast án þess að klappa. Og svo, eftir að myndin var tekin, þá fóru þeir!“

Samkvæmt Michael McCaul, þá sendu Kínverjar „skýr skilaboð“ með hegðun sinni og þrumaði:

„Þeir styðja ekki Úkraínu. Þeir styðja ekki Zelensky. Þeir hafa blóð á höndunum og við getum ekki látið þá komast upp með þetta. Þessi mynd segir svo mikið.“

Hvíta húsið hefur ekki undan að „leiðrétta“ delluyfirlýsingar Joe Bidens Bandaríkjaforseta

Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur versnað eftir að Joe Biden forseti sagði, að „Bandaríkin myndu grípa til hernaðaraðgerða gegn Kína ef þau réðust á Taívan.“ Hvíta húsið neyddist síðar til að „útskýra“ yfirlýsingu hins 79 ára gamla forseta og sagði, að það sem hann hefði átt við væri, að við slíkar aðstæður myndu Bandaríkin senda vopn – ekki bandaríska hermenn – til Taívan.

Heyra má ummæli McCaul hjá CNN á myndbandinu í tístinu hér að neðan

Deila