Kínversk stórfyrirtæki fylgja ekki reglum fjármálaeftirlits á verðbréfamörkuðum – Gríðarleg bólumyndun í gangi – Reynt að bjarga hagsmunum fjárfesta

Vinnuhópur Bandaríkjaforseta um fjármálamarkaði hefur nýlega sent frá sér skýrslu þar sem umhverfi og hegðun kínverskra fyrirtækja skráðum á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum er lýst. Kemur þar fram að kínversku fyrirtækin fylgja ekki reglum um opinbera endurskoðun og eftirlit fjármálaeftirlitsins.

Steven T. Mnuchin, formaður Vinnuhópsins segir að „Vinnuhópur forsetans athugaði þær áhættur sem neitun kínversku ríkisstjórnarinnar á opinberu fjármálaeftirliti hefur í för með sér fyrir fjárfesta. Vinnuhópurinn er einhuga í afsöðu sinni að breyta þurfi skráningarreglum verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipta á fjármálamörkuðum svo fjármálaeftirlitið hafi aðgang að nauðsynlegum gögnum m.fl. Þær ráðleggingar til úrbóta sem koma fram í skýrslunni munu auka vernd fjárfesta og láta sömu reglur gilda fyrir öll fyrirtæki sem eru skráð á bandarískum verðbréfamörkuðum.“

Leggur vinnuhópurinn til að frestur verði veittur fram til 1. janúar 2022 fyrir núverandi skráð fyrirtæki að uppfylla opinberar kröfur í Bandaríkjunum um endurskoðun og eftirlit. Þau fyrirtæki sem ekki mæta eftirlitskröfum verða tekin af skráningu fjármálamarkaða.

Bandaríska Fjármálaeftirlitið hefur ekki fengið aðgang í mörg ár að ársreikningum fyrirtækja með setu í Kína sem skráð eru á verðbréfmörkuðum í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Kína neitar bandaríska fjámálaeftirlitinu að athuga endurskoðunarfyrirtæki í Kína og bannar að gögn endurskoðenda verði gerð opinber. Bandaríkjastjórn hefur lagt til að kínversku fyrirtækin geti fengið endurskoðendur fyrir utan Kína t.d. í Bandaríkjunum þannig að bandaríska fjármálaeftirlitið fái sömu möguleika til eftirlits með kínverskum fyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum ef þau vilja halda skráningu sinni á fjármálamörkuðum.

Er þetta enn til marks um hin síversnandi samskipti Kína og Bandaríkjanna og vill Bandaríkjastjórn hindra að fjárfestar dæli peningum í kínversk fyrirtæki sem eru ógn við öryggi Bandaríkjanna. Lífeyrissjóður bandarískra verkamanna hefur t.d. hætt fjárfestingum í slík fyrirtæki.

Samkvæmt Financial Times sagði utanríkisráðherra Kína s.l. föstudag að „Fjármálaeftirlitið í Bandaríkjunum geri ekki vinnuna sína. Þeir beita stjórnmálalegum bolabrögðum. Þeir eru að þvinga kínversku fyrirtækin burtu af fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum. Það mun skaða hag bandarískra fjárfesta.“

Í samstarfi við bandaríska fjármálaspekúlanta hafa kínverskir aðilar valdið gríðarlegri bólumyndun með kaupum á bandarískum skeljafyrirtækum (skráð fyrirtæki án starfsemi) og fá þannig aðgang að fjármálamörkuðum og fjárfestum í Bandaríkjunum. Eru gríðarlegar fjárhæðir Bandaríkjamanna í slíkum loftbólufyrirtækjum sem hætta er á að glatist þegar upp kemst um svikin. Margir hafa enga hugmynd um að fyrirtækin eru í eigu kínverskra aðila og að engin starfsemi er í gangi. Þessum fjármálasvikum er lýst í heimildarmyndinni The China Hustle sem m.a. má sjá á Netflix.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila