Kínverski kommúnistaflokkurinn endurskrifar Biblíuna: kenna að Kristur hafi myrt konu með steinkasti

Það er á fleiri stöðum en á Íslandi sem myndinni af Jesús Krist er breytt, þannig að móttakandinn fær að sjá eitthvað allt annað en boðskapinn um frelsarann. Núna hafa skólayfirvöld Kommúnistaflokks Kína dreift bókinni „Fagmannleg siðfræði og lög“ í skólum um allt land eftir að ritstjórn undir eftirliti menntamálaráðuneytisins samþykkti innihaldið 2018. Frá þessu greinir The Epoch Times.

Í bókinni er sögunni, þegar Jesús segir við viðstadda sem ætluðu að grýta konu til dauða fyrir hórdóm „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ verið breytt á þann veg að Jesús á að hafa sagst vera syndugur sjálfur og síðan grýtt konuna til dauða. Frumtexta Jóhannesarguðspalls, þar sem Jesús segir við konuna eftir að aðrir eru farnir „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar“ hefur verið breytt á þann veg að Jesús er gerður að morðingja: „Þegar allir voru farnir, þá grýtti Jesús konuna sjálfur til dauða og sagði „Ég er einnig syndari. Ef einungis þeir sem syndlausir eru geta beitt lögunum væru lögin dauð.“

Eftir þessa endurskoðun sögunnar er lesandinn spurður „Hvað finnst þér um lögin eftir að hafa lesið þessa stuttu sögu?“

Mynd af síðu bókarinnar með endurskrifun Biblíunnar í Kína.

Þessi endurskrifun Biblíunnar er það nýjasta í röð margra aðgerða kínverska kommúnistaflokksins gegn trúarbrögðum í landinu. Þessi bíblíufölsun hefur hrært upp tilfinningar kristinna að sögn ChinaAid í Bandaríkjunum og beina margir þeirra nú orðum sínum til Vatíkansins og fara fram á að Vatíkanið slíti sambandi við yfirvöld Kína.

Miklar umræður eru á félagsmiðlum um athæfi kommúnista og segir ChinaAid að verið sé að kenna fólki að beygja sig undir stjórnunarvald Kommúnistaflokksins: „Textabók Kommúnistaflokks Kína innrætir að ef einungis syndlausir geta framkvæmt lögin þá verða lögin gagnslaus. Sem þýðir að ólögleg framkoma embættismanna kínverska réttarfarskerfisins er óhjákvæmileg og á að fá að viðgangast í baráttu gegn glæpum. Yfirvöld hafa í mörg ár reynt að breyta frásögn Biblíunnar og aðlaga guðfræðina að þeim sósíalisma sem Xi Jinping boðar.“

“Fylgjum flokknum, þökkum flokknum og hlýðum flokknum.“

Haustið 2019 neyddu yfirvöld kaþólskan söfnuð að fjarlægja mynd af Heilagri Maríu með barni sínu og setja mynd af leiðtoga kommúnistaflokksins Xi Jinping í staðinn í kirkju í Jinangxi. Fyrirskipað var að þjóðarfáni Kína væri við kirkjudyrnar og í stað nafns kirkjunnar var komið fyrir borða með áletruninni “Fylgjum flokknum, þökkum flokknum og hlýðum flokknum.“ Kommúnistar rífa niður krossinn alls staðar og segja fána kommúnismans í staðinn. Í stað Krists er Xi Jinping almáttugur og myndir af honum skulu vera í öllum kirkjum.

Francis páfi ræðir við Pietro Parolin ráðherra Vatíkansins í heimsókn til dómkirkjunnar í Lima 21. janúar 2018. Parolin leiddi samninga Vatíkansins við Kína en margir ásaka Vatíkanið um eftirgjöf þegar útnefning Kommúnistaflokks Kína á biskupum var samþykkt: „Vatíkanið gerir samning við djöfulinn, Kommúnistaflokkur Kína vill stjórna öllum, líka Guði.“
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila