Kínverski netrisinn Huawei bannaður í Svíþjóð – byrjað að fjarlægja kínverska tækni úr 4G netinu

Samkvæmt kröfum frá Varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustinni í Svíþjóð verður kínverska netrisanum Huawei og ríkisframleiðandunum ZTE bannað að afhenda vörur og tækni í Svíþjóð. Hefur fyrirtækjunum verið tilkynnt um þessa ákvörðun og að þau séu óvelkomin í Svíþjóð og komi ekki til greina við byggingu 5G netsins. „Hvaða afleiðingar það fær á hvernig Kína lítur á Svíþjóð og Ericsson í alþjóða viðskiptadeilunum á eftir að koma í ljós“ segja heimildir sænsku símafyrirtækjanna við sænska sjónvarpið.

Anders Ygeman samgönguráðherra Svíþjóðar segir í viðtali við sænska sjónvarpið að „breyting laganna geri kleift að neita fyrirtæki um starfsleyfi ef fyrirtækið ógnar öryggi Svíþjóðar.“ Lögin þvinga Póst- og samgöngustjórn að ráðfæra sig við leynilögregluna Säpo og Varnarmálaráðuneytið um skilmálana fyrir útbúnaði verktaka.

Ekki hægt að semja um öryggi Svíþjóðar

Klas Friberg hjá leynilögreglunni segir Kína stunda hernaðarnjósnir með samskiptatækninni

Klas Friberg yfirmaður leynilögreglunnar Säpo segir að „kínverska ríkið stundar netnjósnir fyrir eigin efnahagslega vinning og til að þróa áfram hernaðartækni sína. Það gerist með gríðarmikilli upplýsingasöfnun og tækniþjófnaði, rannsóknum og þróunarstörfum. Við verðum að taka tillit til þess við uppbyggingu 5G-netsins í framtíðinni. Við getum ekki samið um öryggi Svíþjóðar.“

Kínversk tækni verður fjarlægð úr 4G – netinu í síðasta lagi 2025

„Ekki má nota vörur frá Huawei og ZTE við nýbyggingar“ segir Póst og símamálastjórn í ákvörðun sinni. Það þýðir þverstopp á afhendingu tækni frá kínversku fyrirtækjunum í sænska bílasímanetið. Einnig verður tækni Huawei útilokuð frá öðrum bílasímanetum eins og 4G því „annars þyrftum við að hafa tvöfalda uppsetningu loftneta, kapla og annars útbúnaðs.“ Bílasímafyrirtækin hafa fram til 2025 á sér að losa sig við kínverska tæknina úr netinu en búist er við að það muni gerast mun fyrr, þar sem skipta þarf um mikið af útbúnaðinum fljótlega og þá má ekki eiga viðskipti við kínversku fyrirtækin skv. nýju lögunum.

Fulltrúar Huawei vonsviknir

Huawei, Nokía og Ericsson voru talin helstu fyrirtækin við uppbyggingu 5G-tækninnar í Evrópu og núna verða aðeins Nokia og Ericsson eftir sem gæti leitt til umræðu um samkeppnisskort. Kenneth Fredriksen yfirmaður norrænu og baltísku markaðanna hjá Huawei segist vera vonsvikinn á ákvörðuninni um að útiloka fyrirtækið frá sænska markaðinum. „Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og ég er vonsvikinn að valin er leið þar sem við erum útilokaðir frá þeirri tæknilegu sigurgöngu sem Svíþjóð gæti farið með því að nota tækni okkar fyrir 5G-netið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila