Kínverskir bankar frysta milljarði í inneignum: Embættismenn nota QR heilsukóða til að stöðva mótmælendur

Kínverskir staðbundnir bankar eru farnir að frysta innistæður fólks. Fólk sem vill mótmæla kemst ekki nærri bönkunum, þar sem heilsuappið þeirra fyrir COVID-19 lýsir rautt. Yfirvöld veita engar skýringar…

Yfirvöld og bankar veita engar upplýsingar hvers vegna innistæður samsvarandi 6 milljörðum dollurum hafa verið frystar

Eins og Dorothy Li hjá Epoch Times greinir frá, sögðu nokkrir sparifjáreigendur við Epoch Times þann 14. júní að heilsukóði á COVID-19 appinu þeirra varð rauður um leið og þeir skönnuðu strikamerki í Zhengzhou, héraðshöfuðborg Henan héraðs í miðhluta Kína.

Rauður heilsukóði gefur til kynna mögulegt COVID-19 smit og þýðir, að viðkomandi er bannaður aðgangur að öllum opinberum stöðum – allt frá almenningsklósettum til verslana og lestarstöðva og viðkomandi má búast við lögboðinni sóttkví í einangrunarmiðstöð.

Tugir þúsunda bankainnstæðueigenda hafa barist fyrir því að endurheimta sparifé sitt í meira en tvo mánuði. Kreppan hófst í apríl, þegar að minnsta kosti fjórir lánveitendur í Henan frystu úttektir í reiðufé með vísan til að verið væri að uppfæra kerfið. En viðskiptavinir sögðu, að hvorki þessir bankar né starfsmenn þeirra hafi eftir það veitt neinar upplýsingar um hvers vegna lokað var á úttektir viðskiptavinanna eða hversu lengi lokunin stæði yfir, sem kom af stað mótmælum reiðra viðskiptavina fyrir utan skrifstofu bankaeftirlitsins í Zhengzhou í maí.

Áætlað er að reikningum um 1 milljón viðskiptavina hafi verið lokað, sem sett hefur lífssparnað margra íbúa í uppnám og t.d. geta sjúklingar ekki borgað fyrir reglulega læknishjálp.

Samkvæmt ríkisrekna blaðinu Sanlian LifeWeek hafa upphæðir a.m.k. 39,7 milljarða júana (5,91 milljarðir bandarískra dollara), verið frystar.

Yfirvöld nota heilsuappið sem stafrænt handjárn

Reiðir sparifjáreigendur víðs vegar um landið skipulögðu önnur mótmæli í Zhengzhou 13. júní til að krefjast svara, þótt fyrri samkomum hafi verið mætt með þögn frá staðbundnum yfirvöldum og ofbeldi frá óeinkennisklæddri lögreglu.

Áætlun þeirra var hins vegar stöðvuð enn á ný, þar sem heilbrigðiskódi þeirra lýsti rautt á lestarstöðvum borgarinnar eða þjóðveginum.

Einn viðskiptavinur bankans, sem lögreglan stöðvaði og snéri við á Zhengzhou lestarstöðinni 12. júní sagði:

„Þeir [embættismennirnir] eru eins og ræningjar. Við erum öll löglegir innstæðueigendur … Af hverju gátum við ekki einu sinni fengið skýringu?“

Annar viðskiptavinur sagði:

„Þetta er svo skelfilegt. Ef heilsukóðinn er misnotaður, þá er verið að setja stafræn handjárn á okkur. Allir verða fangar héðan í frá og geta verið stöðvaðir hvar og hvenær sem er.“

Sjá nánar hér

Hér má sjá myndband á ensku um málið

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila