Kínverskir kommúnistar kyrkja lýðræðið í Hong-Kong – banna minnisdag fórnarlambanna á Torgi hins himneska (ó)friðar

Þessi mynd fór sem eldur í sinu um heiminn í blóðbaði kommúnista gegn eigin landsmönnum þann 4. júní 1989. Þúsundir voru myrtir þann dag á Torgi hins himneska friðar í Peking.

Lögreglan í Hongkong lokaði stórum hluta þess garðs þar sem fólk safnast að venju saman 4. júní ár hvert í Hongkong til að minnast þeirra, sem voru myrtir í blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Þegar rökkrið féll yfir, þá lýstu bílasímar upp í kringum garðinn í mótmælaskyni við kínverska ofbeldið og í minningu þeirra látnu. Reuters segir frá því að lögreglan hafi lokað Victoriagarðinum vegna þess að fólk hafi verið hvatt til þess á félagsmiðlum að safnast þar, þrátt fyrir að yfirvöld hefðu bannað samkomur. Lögreglan tilkynnti að hún myndi gera „hvað sem þarf til að viðhalda almennri reglu og öryggi.“ Var fólki sagt, að þeir sem færu inn á lokað girt svæði ættu á hættu að fá 12 mánaða fangelsi.

En íbúar HongKong létu ekki hræða sig og minntust dagsins, þótt í minni mæli væri en oftast áður. Máluð orð á götum úti og logandi kertaljós vitnuðu um mótmælin. Maður sem hélt fyrir andlitið og hélt á kertaljósi sagði við fréttastofu AFP „Ég er ekki hérna til að taka þátt í neinni samkomu, ég er bara að bíða eftir einhverjum.“ Eldri kona sem deildi út kertaljósum var ekki að leyna af hverju hún var á staðnum: „Það er hægt að heiðra minningu 4. júní á marga vegu. Ég held ekki að þeim takist að þvinga fólk til að gleyma því alveg sem gerðist þá.“

7000 lögreglumenn sendir á vettvang til að stöðva minnishátíðina

Föstudagsmorgun var Chow Hang-tung varaformaður í samtökunum, sem skipuleggur minningarathöfnina, handtekinn fyrir utan skrifstofu samtakanna. Lögreglan segir að hann sé grunaður um aða hafa dreift boðskap um ólöglega samkomu. Hinn 37 ára gamli Chow Hang-tung er einn sá síðasti í röð sýnilegra lýðræðisaðgerðarsinna í Hongkong, sem settur er á bak við lás og slá. 7000 lögreglumenn voru sendir á vettvang til að stöðva minnishátíðina og stærsta sjónvarpsstöðin í Hongkong RTHK fékk skipun um að segja ekkert frá minnishátíðinni. Kommúnistaflokkur Kína bannar að rætt sé um blóðbaðið sem flokkurinn stóð fyrir 4. júní 1989. Kommúnistarnir segjast ekki hafa framið nein morð þann daginn – ekki frekar en neinn annan dag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila