Kínverskur fjárfestir vill kaupa Reykjanes

Forsetahjón Kína í opinberri heimsókn til Íslands 2002 í boði Ólafs Ragnars Grímssonar fv. forseta Íslands. Jiang Zemin forseti Kína dáðist að hreinni orku Íslendinga og hafði á orði hversu fallegt hraunið væri á hér en eldgos eru sjaldgæf í Kína. Síðast gaus eldfjallið Kunlun í Tíbet ár 1951.

Kinverski fjárfestirinn Robin Zeng er kominn ásamt sendinefnd frá kínverska Alþýðulýðveldinu í viku heimsókn til Íslands til viðræðna við opinbera ráðamenn, fjárfesta og fyrirtækjaeigendur. Zeng er á lista Forbes yfir 20 ríkustu einstaklinga í Kína en hann hefur m.a. auðgast á framleiðslu rafhlaða til rafhjóla.

Robin Zeng lengst t.v. ásamt þremur mönnum úr kínversku sendinefndinni fyrir framan Hörpu. Verður boðið upp á ókeypis rútuferðir með Yutong rútum að Geldingadal í dag í tilefni heimsóknarinnar.

Eftir heimsókn Jiang Zemin forseta Kína til Íslands árið 2002 í boði Ólafs Ragnars Grímssonar fv. forseta Íslands, voru ræddar ýmsar hugmyndir í orkumálum og samstarfi þjóðanna á því sviði. Skömmu síðar voru undirritaðir viðskiptasamningur en Ísland var fyrsta landið í Evrópu með fríverslunarsamning við Kína sem orðið hefur fordæmi fyrir önnur ríki. Umfangsmikið samstarf er á milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja m.a. aðstoða Íslendingar Kína við að þróa hreina orku með nýtingu jarðvarma í Kína ásamt ýmis konar endurvinnslu. Þá eru Kínverjar sagðir mjög spenntir fyrir orkuframleiðslu með vetni og hefur m.a. rútubílafyrirtækið Yutong lagt mikið fé í þróun vetnisvéla fyrir strætisvagna og gera sér vonir um að að geta afhent Reykjavíkurborg slíka vagna þegar Borgarlínan verður opnuð. Útvarp Saga hefur áður fjallað um rafvagnafyrirtækið Yutong sem lesa má um hér, hér og hér.

Robin Zeng hefur lýst yfir áhuga á að fjárfesta í miklu landssvæði nálægt Reykjavík og er Reykjanesið helst talið koma til greina. Hefur hann í hyggju að byggja rafgeymaverksmiðju og svo vetnisverksmiðju í samvinnu við Green Energy og aðra fjárfesta á Íslandi. Með í för eru forstjóri Yutong og bankastjóri Asíubanka en eins og kunnugt er á Ísland beina aðild að bankanum með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem á sæti í bankaráði bankans. Mun bankinn veita lánsfé til landakaupanna og verksmiðjubygginga á Reykjanesi.

Boðið í rútuferðir með Yutong rútum frá Hörpu að Geldingardal

Af þessu tilefni og vegna eldgossins mun Youtong og Zeng bjóða almenningi í kynningarskyni ókeypis far með Youtong rútum frá Hörpu að Geldingardal í dag á milli klukkan 12.00 – 14.00. Zeng og föruneyti hans halda til í Kínverska sendiráðinu í Reykjavík á meðan dvöl þeirra stendur. Er fólki ráðlagt að koma tímalega að Hörpu og minnt er á sóttvarnarreglur um bil á milli einstaklinga, grímuskyldu bæði fyrir utan og eins inni í rútunum.

Boðið verður í ókeypis rútuferðir til að skoða eldgosið í Geldingadal í dag í rútum Yutong fyrirtækisins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila