Kínverskur veirusjúkdómalæknir: Kórónuveiran var búin til á rannsóknarstofu hersins

Dr. Li-Meng Yan veirusjúkdómalæknir segir veiruna hafa verið búna til á rannsóknarstofu kínverska hersins

Taiwan News greinir frá viðtali við kínverska veirusjúkdómalækninn Dr. Yan Li-Meng sem starfaði hjá Heilsuháskólanum í Hong Kong þegar kórónufaraldurinn braust út. Þar segir Yan Li-Meng að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu alþýðuhersins í Wuhan. Vegna uppljóstranna neyddist Li-Meng Yan að flýja frá Hong Kong. Hún hefur áður ásakað yfirvöld Kína fyrir að hylma yfir upphaf veirunnar í Wuhan, því hún varð vitni að því hvernig saklausir læknar og sjúklingar voru í nánd við hina smitsömu veiru. 

Hún hefur rakið uppruna kórónuveirunnar til rannsóknarstofunnar í Wuhan sem Frelsisher alþýðunnar notar. Herinn er undir stjórn miðstjórnar kommúnistaflokks Kína. Samkvæmt Li-Meng hefur því meðvitað verið dreift út að veiran komi frá votmörkuðum til að beina athyglinni frá þáttöku og ábyrgð hersins. Hún kynnti yfirmönnum um smit veirunnar á milli fólks þegar í desember en var sagt að „þegja og fara varlega.” Hún hefur sjálf hlotið menntun undir stjórn kommúnistaflokksins og skilur að hún gæti „horfið” eins og svo margir aðrir í Hong Kong svo hún flúði í apríl „til þess að segja heiminum sannleikann um COVID-19.”

Li-Meng vill upplýsa umheiminn um hvað er að gerast og aðstoða Kínverja að kollsteypa einræðisstjórninni jafnvel þótt það setji hana í lífshættu að ljóstra upp um rannsóknir sínar á veirunni. Segir Li-Meng frá því, að prófessor Malik Peiris yfirmaður rannsóknarstofu háskólans sem hefur tengsl við WHO, hafi vitað um að veiran smitaðist á milli manna en ekki sagt frá því. 

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila