Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall

Hjúkrunarfræðingar hafa samþykkt að hefja verkfallsaðgerðir og munu þær hefjast klukkan 08:00 að morgni 22.júní næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðslu um verfallsaðgerðir lauk í hádeginu og samþykkti afgerandi meirihluti hjúkrunarfræðinga verkfallsaðgerðir eða rúmlega 85% þeirra sem greiddu atkvæði, en verkfallið verður ótímabundið.

Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara en ljóst er að enn ber töluvert á milli deiluaðila og hefur verið nokkurr kurr meðal hjúkrunarfrræðinga sem eru orðnir langþreyttir á stöðunni. Enn jók á óánægjuna í kjölfar Kórónuveirufaraldursins, og finnst mörgum hjúkrunarfræðingum oft á tíðum ekki tekið nægilegt tillit til mikilvægi starfa þeirra. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila