Kjarnorka grænust í lengdina – vindmyllur með stærra kolefnaspor

Sænska Vattenfall (mótsvarandi Landsvirkjun) segir á heimasíðu sinni, að kjarnorka sé grænust miðað við aðrar orkutegundir vegna þess að kjarnorkan skilji eftir sig minnst kolefnaspor. Þá verða vindmyllurnar sem verið er að þvinga upp á markaðinn meiri mengandi með stærra kolefnaspor. Anders Johansson kjarnorkutæknilegur ráðgefandi Vattenfalls segir: “Við mældum út frá lífslengd þriggja helstu orkutegunda í Svíþjóð, sem eru kjarnorka, vatnsorka og vindorka. Þar varð kjarnorkan augljós sigurvegari hvað snertir gróðurhúsalofttegundir.”

Vindorkan mengar 12 grömm á kílówattstund sem er fimm sinnum meira en kjarnorkan

Því er haldið fram af áróðursmeisturum vindmylluframleiðenda að vindmyllur séu grænn valkostur vegna lítillar mengunar gróðurhúsalofttegunda. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vindmyllurnar koma verst út í samanburðinum og menga fimm sinnum meira en kjarnorkan; 12 grömm á kílówattstund. Vindorkan verður einungis betri í samanburði við gas og kol. Ofan á þessa útkomu bætist síðan taprekstur, rekstrarörðuleikar, að vera dauðagildra fyrir fuglalíf, eyðileggja náttúruna og spilla umhverfinu fyrir íbúum og fyrirtækjum í nágrenni vindmyllanna.

Villandi upplýsingar um vindorkuna

Vattenfall bendir á að áróður vindmyllusala er venjulega villandi, því þeir láta líta svo út, að þessi tegund orku sé „hagkvæmari fyrir loftslagið” en hún er í raun og veru. Þeir nefna yfirleitt ekki kostnaðinn af allri nýrri hliðarstarfsemi sem verður að byggja og reka til að þjónusta vindorkuverin.

Anders Johansson hjá Vattenfall segir að „Það sem ekki er tekið með í reikninginn við mengunina eru öll hliðarkerfin sem verður að byggja, ef ekki er hægt að nýta tiltæka kjarnorku eða vatnsorku. Ef það þarf að byggja kerfi aðallega fyrir vind og sól, þá þarf einnig að byggja gríðarlega geymslumöguleika. Og það gerist ekki ókeypis, hvorki reiknað í peningum að mengun.”

Ný og betri tækni nýtir úrgang fyrri kjarnorkuvera – kolefnaspor nýju kjarnorkunnar er 2,5 grömm á kílówattstund

Yfirburðir kjarnorkunnar eru einnig vegna nýrrar kjarnorkutækni, þar sem kjarnorkuver framtíðarinnar geta notað úrgang fyrri kjarnorkuvera í reksturinn. „Vi notum einfaldlega gamalt úran og keyrum eina umferð í viðbót á því með nýrri tækni. Það þýðir að kolefnasporið minnkar frá 4 grömmum af koltvísýrlingi á hverja kílówattstund niður í ríflega 2,5%. Það er veruleg minnkun” segir Johansson.

Johanson bendir einnig á að taka verður aðra umhverfisþætti með í reikninginn í samanburði á orkuvalkostum eins og t.d. hversu stór svæði þarf að taka undir reksturinn til að framleiða visst magn af orku. Kjarnorkan er einnig sigurvegari í þessu tilfelli en vindorkan þarf að taka miklu stærri landssvæði í reksturinn til að framleiða aðeins örbrot af orkuframleiðslu kjarnorkuvera.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila