Íranir segjast vilja efla kjarnorkusamninginn

Frá fundi um kjarnorkusamning við Írani árið 2015 

Samkvæmt Sputnik segjast Íranir núna vilja efla kjarnorkusamning landsins við Vesturlönd í stað þess að leggja hann niður.

Íranir tilkynntu í fyrri viku að þeir hyggðust hætta við að framfylgja ákvæðum kjarnorkusamningsins, JCPOA, vegna aftöku íranska hershöfðingjans Qasem Soleimani. Íran segist aldrei hafa haft uppi áætlanir um að útvega kjarnorkuvopn en í staðinn vilji Íran þróa kjarnorkuiðnað sinn. Þrálátur orðrómur er um hversu langt Íranir séu komnir í þróun kjarnorkuvopna og sýnist sitt hverjum um það mál. 

Núna segir Hassan Rouhani forseti Írans að Íran vilji efla kjarnorkusamninginn. Íranir og ESB segjast vilja róa ástandið á svæðinu með sameiginlegri aðgerðaráætlun.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að Evrópa, Kína og Rússland gegni mikilvægu hlutverki sínu til að varðveita JCPOA og að hagsmunir Írans verði tryggðir,  segir Rouhani í tilkynningu.

Þá greinir Daily Express frá því að ESB sé klofið í afstöðu sinni og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, sem telji ESB vera með slappa afstöðu til Írans, óski eftir skýrari samstöðu með Bandaríkjamönnum og Ísrael sbr. ummæli hans í nýrri ræðu:

„Ég óska eftir evrópskri afstöðu, en hún er óskýr varðandi Íran – að tekið verði meira mið af afstöðu Bandaríkjamanna og Ísrael.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila