Kjarnorkuvopn mögulega notuð í Úkraínu – íbúar Nató-ríkja varaðir við

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir frá því, að Rússar útiloki ekki að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Búist er við að austurhlutar Úkraínu verði formlega innlimaðir í Rússland fljótlega, sem gæti breytt allri deilunni (mynd Government ru)

Þjóðaratkvæðagreiðslur í hluta rússneskumælandi héraða í austurhluta Úkraínu breyta eðli stríðsins

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, er harðlínumaður og hann tilkynnti opinskátt að hægt verði að beita strategískum kjarnorkuvopnum í stríðinu gegn Úkraínu og NATO.

Strax um helgina eru fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í hluta rússneskumælandi héraða í austurhluta Úkraínu um að innlima héruðin í Rússland. Það myndi breyta stöðunni. Árásir á þessi svæði verða eftir það, að árásum gegn Rússlandi.

Ef svæðin verða formlega hluti af Rússlandi eins og ætlun er að gera, þá gætu þau „samkvæmt kjarnorkukenningu Moskvu átt rétt á vernd með rússneskum kjarnorkuvopnum“ útskýrir Reuters. Medvedev skrifar á Telegram:

Rússland hefur valið sína eigin leið – það verður ekki aftur snúið

„Þjóðaratkvæðagreiðslur verða haldnar og Donbass-lýðveldin og önnur svæði verða samþykkt sem hluti af Rússlandi. Varnir allra innlimaðra svæða verða efldar verulega af rússneska hernum. Rússar hafa tilkynnt, að varnir verða ekki einungis bundnar við færanlegar herdeildir heldur munu einnig öll rússnesk vopn, þar á meðal kjarnorkuvopn og vopn byggð á nýjum reglum, verða tiltæk fyrir slíkar varnir.“

„Það er því óþarfi, að ýmsir bjánar á eftirlaunum og með herforingjarendur hræði okkur með tali um NATO-árás á Krím. Háhljóðflaugar ná mun hraðar að skotmörkum í Evrópu og Bandaríkjunum. Vestrænar stofnanir og allir íbúar NATO-ríkja verða almennt að skilja, að Rússland hefur valið sína eigin leið. Það verður ekki aftur snúið.“

Deila