Klaus Schwab: Davos 2022 er tilbúið að bjarga heiminum og „öll andstaða verður kveðin í kútinn“

World Economic Forum hefur opnað ráðstefnu sína í Davos, Sviss, þar sem þeir ofurríku og elíta heimsins koma saman núna í fyrsta skipti eftir tvö ár með heimsfaraldri, hungursneyð, stríði, efnahagslegri hnignun og stjórnmálaumróti. Klaus Schwab, stofnandi WEF, segir að þessi mál verði rædd auk „loftslagskreppunnar.“

Davos enginn staður fyrir léttúðuga afstöðu í jaðrinum

Klaus Schwab segir:

„Í heimi sem er að verða sundurleitari og sundraðari, þar sem margar af hefðbundnum fjölþjóðlegum stofnunum hafa tilhneigingu til að verða óstarfhæfar eða með þverrandi traust, þá verður alþjóðlegur vettvangur, sem byggir á óformlegu trausti milli einstaklinga, sem hittast og vinna saman að málunum sífellt þýðingarmeiri og mikilvægari en áður.“

Um 2.500 leiðtogar þar á meðal 50 þjóðhöfðingjar munu safnast saman á Davps ráðstefnunni, sem hefst í dag.

Schwab varaði við því, að Davos er „enginn staður fyrir léttúðuga afstöðu í jaðrinum, sem reynir að draga athyglina frá málunum.“

„Og ég fordæmi það af heilum hug, sérstaklega hjá þeim sem hafa ekkert með World Economic Forum að gera og koma bara til Davos til að ræna vörumerkinu okkar.“

Parísarsáttmálinn var endurupptekinn til að knýja fram Endurræsinguna miklu skv. loftslagskeisara Bidens

Biden-stjórnin er eindreginn talsmaður WEF og notar slagorðið „Byggjum aftur betur“ sem byggir á hugmyndinni um „Endurræsinguna miklu“ á kapítalismanum og stjórnun heims í kjölfar heimsfaraldursins.

Eftir kosningarnar í nóvember 2020, þá sögðu John Kerry f.v. utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, á ráðstefnu WEF, að Joe Biden forseti myndi aðstoða vil að framkvæma áætlunina um „Endurræsinguna miklu.“

Kerry, sem mun verða viðstaddur ráðstefnuna núna í vikunni, sagði þá, að „hugmyndin um „endurræsingu“ væri mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“

„Persónulega trúi ég því, að við stöndum frammi fyrir mjög spennandi tímabili“

Kerry, sem síðan hefur verið tilnefndur loftslagskesari Bidens, sagði að endurupptaka Bidens á Parísarsáttmálanum um loftslagsmál myndi hjálpa til við að knýja fram „Endurræsinguna miklu.“ En að verða aðili aftur að Parísarsáttmálanum er „ekki nægjanlegt“ segir Kerry.

„Stjórn Bidens mun einbeita sér að öllum þáttum bandaríska hagkerfisins. Það verður markmið ársins 2035 um að koma á jafnvægi með tilliti til orku og framleiðslu. Bandaríkin eru tilbúin að koma aftur inn og aðstoða með leiðsögn og auknum metnaði… til að flýta fyrir þessari ótrúlegu getu til umbreytingar í einkageiranum.“

Hvíta húsið vill setja allt að 15% alheimslágmarksskatt á fjölþjóðleg fyrirtæki

Í júní síðastliðnum birti Hvíta húsið yfirlýsingu, þar sem tilkynnt var, að Biden myndi hitta leiðtoga G7 „til að ræða leiðir til að móta sanngjarnara, sjálfbærara og meira sameinandi alþjóðlegt hagkerfi, sem mætir einstökum áskorunum okkar tíma.“ Meðal frumkvæðis Hvíta hússins í því skyni, er að þrýsta á að tekinn verði upp „alheimslágmarksskattur“ á fjölþjóðleg fyrirtæki upp á að minnsta kosti 15%.

Staðreyndaskoðunarmenn vísuðu eitt sinn „samsæriskenningunni um Endurræsinguna miklu“ á bug en Schwab gerði það ljóst strax í júní 2020 að nýta ætti COVID-19 heimsfaraldurinn, sem tækifæri til að efla dagskrá glóbalismans, sem kynnt er á ráðstefnum hans í Davos. Meðal annars með fjölmörgum tillögum um kolefnisskatt um allan heim og kröfum um að auði verði dreift og að fullveldi verði fært frá frá þjóðríkjum til alþjóðlegra stofnana.

Schwab skrifaði:

„Heimurinn verður að bregðast sameiginlega og hratt við til að endurnýja alla þætti samfélags okkar og hagkerfi, frá menntun til félagslegra samninga og vinnuskilyrða og koma á Endurræsingunni miklu fyrir kapítalismann.“

Kapitalisminn eins og við þekkjum hann er dauður

Á netfundum Davos í janúar 2020, staðfesti forstjóri Fortune 500 fullyrðingu WEF um að „kapítalisminn eins og við þekkjum hann er dauður.“

Ár 2021 kallaði Frans páfi eftir „nýri heimsskipan“ í bók, sem heitir „Guð og heimurinn sem kemur.“ Hann lýsti nýju skipuninni sem breytingu frá fjármálaspekúlasjónum, jarðefnaeldsneyti og hernaðaruppbyggingu yfir í grænt hagkerfi sem byggir á sameinandi þátttöku.

Í nóvember 2018, eins og WND greindi frá, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore, að Francis páfi hefði sagt honum, að kapítalismi væri synd og að páfinni hafi hvatt sig til að halda áfram að gera vinstri sinnaðar heimildarmyndir sínar.

Hérna má sjá dagskrá ráðstefnunnar í Davos 22.- 26. maí.

Hér má sjá lista yfir þáttakendur ráðstefnunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila