Klausturfundurinn fór fram í kjölfar erfiðs fundar þingflokksformanna um fjölgun aðstoðarmanna

Ólafur Ísleifsson þingmaður utan flokka.

Hinn frægi fundur þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klausturbar fór fram í kjölfar fundar þingflokksformanna þar sem rætt var um fjölgun aðstoðarmanna þingmanna, sem lauk án niðurstöðu þar sem formaður Flokks fólksins hafði komist í uppnám á fundinum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Ísleifssonar þingmanni utan flokka í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að þingflokksformönnum minnihlutans hafi verið falið að vinna að málinu sem sneri að fjölgun aðstoðarmanna “ og við héldum okkar flokksmönnum upplýstum, nema hvað þarna kemur formaður flokksins sem ég tilheyrði þá og þá höfðu runnið á hana að minnsta kosti tvær grímur á hana varðandi þessa fyrirhuguðu fjölgun aðstoðarmanna, þannig að fundinum lauk án niðurstöðu og Sigmundur Davíð ræddið við okkur þarna við kaffivélina og sagði að kannski væri ráð að fara saman þarna á Klaustur að ræða um aðferðir í stjórnmálum og hvernig hlutirnir liggja“ hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila