Kommúnistar í Kína snýta í Trump og setja viðskipta- og farbann á 28 Bandaríkjamenn – kalla Biden „gamlan vin“

Málgögn kínverskra kommúnista fögnuðu ákaft brottför Donald Trump úr Hvíta Húsinu á miðvikudaginn. Lýsa þeir Trump sem „neikvæðum og eyðandi“ og segjast yfir sig fegnir að Trump fari frá völdum. Joe Biden fær heillaóskir frá Kína sem „gamall vinur Kínverja.“ Notuðu Kínverjar tækifærið og lýstu ferða- og viðskiptabanni á 28 einstaklinga í tengslum við fv. ríkisstjórn Donald Trumps sem þeir segja hafa traðkað á fullveldi Kína. Bannið kom 24 tímum eftir að Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir að kúgun Kommúnistaflokks Kína á múslímskum Úígúrum í Xinjiang héraði væri „þjóðarmorð.“

Segja einstaklinga í banni hafa gróflega íhlutast í kínversk málefni og móðgað Kínverja

Málgagn Kommúnistaflokksins birtir myndir af tíu helstu „glæpamönnum Bandaríkjanna“ (opnið myndina í nýjum glugga til að sjá hana stærri)

Kínverska utanríkisráðuneytið birti opinbera tilkynningu á heimasíðu sinni 20. janúar þar sem segir að „Kína hefur ákveðið að bannsetja 28 persónur sem alvarlega hafa brotið gegn kínverska fullveldinu og bera höfuðábyrgð á slíkum bandarískum ákvörðunum. Þessum einstaklingum og nánustu fjölskyldumeðlimum þeirra er bannað að ferðast til meginlands Kína, Hong Kong og Macao í Kína. Þeir og fyrirtæki og stofnanir í tengslum við þá eru einnig sett takmörk að eiga í viðskiptum við Kína.“

Þeir sem eru bannlýstir af Kína eru m.a. fv. utanríkisráðherra Michael Pompeo, Peter K. Navarro yfirmaður viðskiptasviðs, Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafi, David Stilwell aðastoðarráðherra viðskipta við Asíu, Matthew Pottinger aðstoðar öryggisráðgjafi, Alex Azar heilbrigðisráðherra ásamt fleirum, þar á meðal Stephen K. Bannon fv. vopnabróðir Trumps og ráðgjafi Hvíta Hússins.

Íran fylgdi dæmi Kínverja og bannlýsti Bandaríkjamenn fyrir að hlúa að hryðjuverkastarfsemi

Kína segir að þeir sem bannlýstir eru hafi „í einskærri sjálfselsku og hatri gegn Kína… ákveðið og stutt og framkvæmt röð brjálæðislegra aðgerða sem voru gróf íhlutun í innri málefni Kína og grófu undan hagsmunum Kína og móðguðu Kínverja.“

Íran var ekki seint á sér að herma eftir Kína og bannlýsti meðlimi fv. ríkisstjórnar Trump ásamt sjálfum forsetanum fyrir að „fremja meint hryðjuverk.“ Saeed Khatibzadeh sagði í yfirlýsingu að „utanríkisráðuneyti Írans hefði bætt mörgum bandarískum einstaklingum við bannlista sinn fyrir glæpsamleg hryðjuverk og hafa hlúið að og sutt hryðjuverkastarfsemi sem alvarlege ógnar friði á svæðinu og í öllum heiminum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila