Kona á sjötugsaldri deyr eftir að hafa fengið bóluefni Astra Zeneca

Háskólasjúkrahúsið á Skáni hefur tilkynnt fyrsta andlát sem sett er í samband við bóluefnið AstraZeneca.

Háskólasjúkrahúsið SUS á Skáni tilkynnti um andlát konu á sjötugsaldri eftir að hafa verið bólusett með AstraZeneca. Samkvæmt Lyfjastofnun Svíþjóðar er um fyrsta andlát að ræða, sem sett er beint í samband við bóluefni AstraZeneca. Veronica Arthurson hjá Lyfjastofnuninni segir í viðtali við sænska sjónvarpið„Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið með alvarlegum áverka á blóðið. Hér er um að ræða blóðtappa í æðum og slagæðum og blæðingar samtímis. Konan dó rúmri viku eftir að hafa verið bólusett.“

WHO hvetur lönd að halda áfram bólusetningum með AstraZeneca

Skýrsla var send í tölvugrunn ESB í gær en fyrr um daginn hafði Lyfjastofnun ESB, EMA, gefið grænt ljós á áframhaldandi notkun Astra Zeneca, þrátt fyrir þekkt andlát t.d. í Noregi vegna bóluefnisins. Lýðheilsan í Svíþjóð hefur stöðvað bólusetningu með Astra Zenica og mun taka afstöðu um framhaldið fljótlega eftir að EMA sagði allt vera í fínasta lagi að nota bóluefnið áfram. Tedros Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO sagði í kvöld að WHO „hvetur lönd til að halda áfram bólusetningum með þessu mikilvæga covið-19 bóluefni.“ Finnland hefur stöðvað bólusetnigu með AstraZeneca. Á Ítalíu getur fólk valið að fá annað bóluefni en Astra Zeneca.

Farsóttin æðir áfram í Svíþjóð – alls 13 262 látnir

Í Svíþjóð nær faraldurinn nýjum hæðum með um 6 þúsund nýjum smitum. Sérstaklega er Stokkhólmssvæðið illa úti og var ákveðið í dag að hækka viðbúnaðarstig sjúkrahúsa á svæðinu í dag. Maria Rotzén Östlund smitsjúkdómalæknir segir smit breiðast svo mikið „að við sáum 20% aukningu síðustu viku.“ Búið er að bólusetja 54% alla 80 ára og eldri í Stokkhólmi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila