Könnun: Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá mest fylgi í borginni

Miðflokkurinn og flokkur fólksins fá mest fylgi af þeim flokkum sem nú eiga kjörinn fulltrúa í borginni. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar Útvarps Sögu sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef kosið yrði til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag?

Niðurstaðan var eftirfarandi:


Miðflokkinn 48,3%

Flokk fólksins 31,2%

Sjálfstæðisflokkinn 10,3%

Sósíalistaflokk Íslands 5,6%

Samfylkinguna 1,7%

Pírata 1,7%

Vinstri græna 0,6%

Viðreisn 0,5%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila