Könnun: Flestir myndu vilja að Sigmundur Davíð yrði forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði næsti forsætisráðherra. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvern vilt þú sjá sem næsta forsætisráðherra? .

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Sigmund Davíð Gunnlaugsson  36 %

Ingu Sæland  23,7%

Bjarna Benediktsson  14,8%

Katrínu Jakobsdóttur  11,9%

Sigurð Inga Jóhannsson  11,1%

Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur  2,1%

Loga Einarsson  1,%

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur  1%

Alls voru greidd 650 atkvæði

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila