Könnun: Flestir ætla að kjósa Guðmund Franklín

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu ætla að kjósa Guðmund Franklín Jónsson í forsetakosningunum sem fram fara á morgun. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni síðustu tvo sólarhringa.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvorn ætlar þú að kjósa í forsetakosningunum á laugardaginn?

Niðurstaðan var eftirfarandi:


Guðmund Franklín Jónsson 75,2%

Guðni Th. Jóhannesson 21,6%

Hvorugan 3,3%


Alls voru greidd 1144 atkvæði

Athugasemdir

athugasemdir

Deila