Traust Svía á ríkisstjórninni fellur yfir 10% – Åkesson segir stjórninni hafa mistekist hrapallega, vill rannsaka dauðann á elliheimilum

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðademókrata

Vinsældir sænsku ríkisstjórnarinnar hríðfalla skv. nýjum mælingum Sifo að sögn Expressen. Framan af í kórónufaraldrinum jókst traust ríkisstjórnarinnar um helming frá 30-59% vegna samstöðu Svía gegn veirunni.

Nýjustu mælingar sýna hins vegar að traust Svía á ríkisstjórninni er 48%. Stjórnarandstaðan samþykkti upphaflega að leggja til hliðar stjórnmálaágreining við ríkisstjórnina og „ekki gagnrýna herforingjann” þ.e.a.s. forsætisráherrann Stefan Löfven eins og Ebba Busch formaður Kristdemókrata útskýrði opinberlega. En þremur mánuðum  og yfir 4 þúsund andlátum síðar vaknar stjórnmálaandstaðan aftur til lífs.


Toivo Sjörén hjá Sifo segir að „að umræður um aðhlynningu aldraðra, háar dánartölur, skort á sýnatökum og sú leið sem Svíþjóð hefur farið valdi breyttri  afstöðu”. Opinberar stofnanir eins og Lýðheilsan, Almannavarnir og heilsugæslan njóta einnig minna trausts (fyrri mælingar í sviga):


Lýðheilsan
 70 procent (78)

Almannavarnir 53 procent (58)

Heilsugæslan 79 procent (82)

Ríkisstjórnin 48 procent (59)

Félagsmálastofnun 40 procent (47)


Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðademókrata tísti: „Það er mjög skiljanlegt að traustið víkur fyrir ríkisstjórninni. Allt eftir því sem heimsfaraldurinn geisar verður það deginum ljósara að ríkisstjórninni hefur mistekist. Ekki síst að vernda þá eldri”.Svíþjóðademókratar krefjast opinberrar rannsóknar á fjöldadauða aldraðra á elliheimilum og vilja að opinberri rannsóknarnefnd verði falið verkefnið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila