Könnun: Rúm 75% vilja innkalla kvótann og úthluta honum til hæstbjóðenda

Afgerandi meirihluti eða rúmlega 75% þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að kvóti verði innkallaður og úthlutað á ný til þeirra sem bjóða hæsta verð fyrir hann á markaði.

Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Á að innkalla allan fiskveiðikvóta og úthluta honum hæstbjóðanda?

Niðurstaðan var eftirfarandi:


Já 75,1%

Nei 22,5%

Hlutlausir 3,4%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila