Kanna afstöðu þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar

Stjórnarráð Íslands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samráði við fulltrúa allra flokka á Alþingi hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir að meginmarkmiðið með viðhorfskönnuninni sé að kanna grunngildi íslensku þjóðarinnar, og viðhorf landsmanna til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins.

Auk þess að sem kortleggja eigi jafnframt sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili.

Ráðgefandi niðurstöður

Þá segir að stefnt sé að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem fram fari 9.–10. nóvember næstkomandi um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar.

Gert er ráð fyrir að rökræðukönnunin byggi á viðhorfskönnuninni enda eigi niðurstöðurnar að vera ráðgefandi fremur en að þjóna sem endanleg niðurstaða um fylgi eða andstöðu við einstakar breytingar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila