Könnun: Telja að ekki eigi að grípa til aðgerða á landamærum vegna apabólu

Nokkuð skiptar skoðanir eru á meðal fólks hvort grípa ætti til aðgerða á landamærum Íslands til þess að koma í veg fyrir að apabóla berist til landsins. Þó eru fleir sem ekki vilja að gripið verði til aðgerða. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar Útvarps Sögu sem fram fór hér á vefnum á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Telur þú að grípa eigi til ráðstafana á landamærum til þess að reyna að koma í veg fyrir að apabóla berist til landsins?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Nei 48,9%

Já 44,2%

Hlutlausir 6,9%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila