Konur í Ungverjalandi verða að hlusta á hjartaslátt barnsins áður en þær ákveða um fóstureyðingu

Héðan í frá verða allar barnshafandi konur í Ungverjalandi fyrst að hlusta á hjartslátt barnsins, áður en þær ákveða að fara í fóstureyðingu, segir í frétt Remix News.

Sándor Pintér, heilbrigðis- og menntamálaráðherra Ungverjalands, tilkynnti, að frá og með 15. september verða allar konur sem sækja um fóstureyðingu að fyrst heyra hjartslátt barnsins áður en þær taka ákvörðun um fóstureyðingu að sögn ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet.

Í stað þess að fylgja öðrum löndum, sem einblína á innflytjendur frá þriðja heiminum, þá hafa ungversk stjórnvöld skapað virka fjölskyldustefnu, sem hefur leitt til þess að barneignir hafa aukist verulega í landinu . Stefnan er talin hafa leitt til þess, að 200.000 fleiri börn hafa fæðst síðasta áratug. Viktor Orbán forsætisráðherra sagði ár 2018:

„Alls staðar í Evrópu fækkar barnafæðingum sífellt og Vesturlönd bregðast við með því að taka á móti fleiri hælisleitendum. Þau vilja fá jafn marga innflytjendur og það vantar börn, þannig að tölurnar nái saman. Við Ungverjar höfum annan hugsunarhátt. Í staðinn fyrir að horfa bara á tölur, þá viljum við fá ungversk börn. Fyrir okkur er fólksinnflutningur sama og uppgjöf.“

Deila