Konur þurfa að giftast útgerðarmönnum til þess fá afnot af kvótanum

Til þess að konur geti komist inn í kvótakerfið og haft afnot af kvóta þurfa þær að giftast inn í fjölskyldur útgerðarmanna því kvótakerfið er lokað karlakerfi. Þetta var meðal þess sem fram kom í Símatímanum á Útvarpi Sögu í dag þar sem Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson ræddu um stjórnarskrána og auðlindaákvæðið .

Í þættinum benti Arnþrúður á að ef konur ætluðu að fá afnotarétt af kvóta væru aðeins tvær leiðir fyrir þær færar, að fæðast inn í útgerðarfjölskyldu eða giftast inn í slíkar fjölskyldur

þannig þær séu beintengdar til þess að geta fengið kvótann, annað hvort að þeir falli frá og þá taka þær við búinu eða að þær þurfa að skilja við þá, og svo er þá svo furðulegt sem það nú er komið inn í fjárskipti hjóna að konan fái við skilnað einhver óveidd hrogn í sjónum til frambúðar“,segir Arnþrúður.

Þessu sé nauðsynlegt að breyta segir Arnþrúður, enda skapi þessi staða mikið ójafnræði meðal þegna þjóðfélagsins

konur, og landsmenn allir eiga ekki að þurfa að vera í þessari stöðu, sem eiga allir að eiga sömu möguleika á að fá úthlutuðum kvóta“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila