Kóraninn logar – flokkur Rasmus Paludans í brennuferð í Svíþjóð

Kóraninn logar í Svíþjóð. Í Rinkeby í Stokkhólmi í gær, í Rósengarðinum í Malmö í morgun.

Kóranbrennuflokkur Rasmus Paludans er aftur á ferð í Svíþjóð, í þetta sinn bæði í Malmö og í Stokkhólmi. Snemma fimmtudagsmorgunn brenndu félagsmenn flokksins kóraninn í Rinkeby í norðurhluta Stokkhólmsborgar en fáir voru á ferli svo árla morguns. Sýndi myndband hvernig komið var á bíl og Kóraninum stillt upp á götu og kveikt í en Youtube hefur fjarlægt myndbandið. Tók athöfnin stutta stund og bíllinn fljótt á braut. Frásögn af atburðinum hefur verið auglýstur á Internet og búast má við eftirköstum en félagsmenn „Strekktrar stefnu” flokksins danska (Stram kurs) brenndu einnig Kóran að nýju í Malmö í morgun og hóta að brenna á 8 stöðum til viðbótar í Stokkhólmi um helgina.

Frá uppþotinu í Malmö í kjölfar Kóranbrennu þar um síðustu helgi.

Miðillin Samnytt segir frá því að lögreglan safni liði í Stokkhólmi og Aftonbladet segir 1000 lögreglumenn tiltæka til að mæta hugsanlegum óeirðum vegna leyfislausrar Kóranbrennu en lögreglan í Stokkhólmi neitaði Stram Kurs um leyfi til útifunda. Verða nokkur hundruð úr sérsveitum lögreglunnar til staðar og fangelsisrými aukið. „Við dæmum stöðuna þannig að myndast geti ástand sem er alvarleg ógn við almenna reglu og öryggi svo við getum ekki heimilað fundi” segir Carolina Paasikivi hjá lögreglunni í viðtali við sænska sjónvarpið. Alls var sótt um fundahöld í 9 úthverfum Stokkhólmsborgar og öllum umsóknum hafnað. Leynilögreglan SÄPO er einnig til taks og segir Gabriel Wernstedt blaðafulltrúi leynilögreglunnar að unnið sé með almennu lögreglunni og reynt að handsama Kórónubrennuvargana.

Í morgun var ný Kóranbrenna í Rósagarðinum í Malmö og var ráðist á bíl brennumanna og rúður brotnar og komust þeir naumlega undan reiðu fólki á staðnum. Eftir Kóranbrennu um fyrri helgina og óeirðir í kjölfarið munu skattgreiðendur í Malmö fá digran reikning vegna viðgerða.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila