Könnun: Telja rétt að stöðva fólksflutninga frá Kína til Íslands vegna Kórónaveirunnar

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að stöðva eigi fólksflutninga frá Kína til Íslands vegna Kórónaveirunnar.

Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Á að stöðva fólksflutninga frá Kína til Íslands vegna Kórónaveirunnar?

Niðurstaðan var eftirfarandi:


Já 85,2%

Nei 11%

Hlutlaus 3,8%
Alls voru greidd 574 atkvæði

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila