Kórónaveiran: Guangzhou með 14 miljónir íbúa í sóttkví – kínversk blaðakona segir 400 miljónir Kínverja núna í einangrun

Samkvæmt kínversku blaðakonunni Jennifer Zeng, þá er búið að setja risaborgina Guangzhou í sóttkví og fólki er bannað að vera utandyra. Samtímis lokar Hong Kong landamærum að Kína. Segir Zeng að núna séu um 400 miljónir Kínverja einangraðir til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Ólíkar tölur koma frá Kína um fjölda smitaðra, látinna og þeirra sem eru einangrun. Fyrir rúmri viku birtu yfirvöld óvart allt aðrar tölur en þær sem átti að birta, þá var tala látinna um 300 manns en á heimasíðunni birtust tölur sem sýndu smitaðra 154 023 og fjölda látinna kominn upp í 24 589. (í skrifaðri stund eru opinberar tölur 31 530 smitaðir og 638 dánir).

Þá hafa uppljóstrarar greint frá stöflun líka í sendiferðabíla fyrir utan sjúkrahús, læknar sagt frá að sjúklingar séu sendir heim án þess að tekin séu af þeim sýni og þeim skipað að halda sig innandyra.

Andlát læknisins Li Wenliang hefur orsakað fjöldahreyfingu á félagsmiðlum þar sem hann er hylltur sem andspyrnuhetja gegn þöggun yfirvalda á ástandinu. Yfirvöld lýstu áður yfir að hver sá sem „dreifði rógburði á félagsmiðlum ættu yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.” Sú gífurlega reiði sem hefur brotist út hefur hrætt yfirvöld sem núna segjast munu rannsaka dauða Li Wenliang. Borgin Wuhan hefur greitt „skaðabætur til fjölskyldunnar vegna þess að læknirinn hafi dáið í vinnuslysi.”

Hong Kong hefur lokað landamærunum að Kína og sýna myndbönd gríðarlegan troðning Kínverja sem vilja komast yfir landamærin fyrir lokun.

16 lönd banna komu ferðamanna frá Kína

Núna neita samtals 16 lönd ferðamönnum frá Kína að koma til landanna t.d. Bandaríkjamenn, Ástralir, Sádi-Arabar, Írakar og brátt bætast Bretar í hópinn. Íslan leyfir samt öllum að koma til landsins frá Kína.

Til að skilja hvílík skelfing hefur gripið um sig í Kína eru myndbönd sem sýna úðun sótthreinsiefna á götur og torg í borgum landsins.

Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila