Kórónufaraldurinn í nýrri öldu – Neyðarástandi lýst yfir í Frakklandi – útgöngubann að næturlagi í 9 stórborgum

Kórónufaraldurinn sækir í sig veðrið og ný alda í uppsiglingu um alla Evrópu. Íslendingar þekkja þetta vel eftir aukningu smits að undanförnu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í sérstöku ávarpi til frönsku þjóðarinnar í gær að ríkisstjórnin lýsti yfir heilsufarslegu neyðarástandi vegna kórónufaraldursins frá og með næsta laugardegi. Verður m.a. sett á útgöngubann frá kl 21.00 til 06.00 í 9 stórborgum Frakklands: París, Rouen, Lille, St Etienne, Lyon, Grenoble, Montpellier, Marseille og Toulouse. Útgöngubannið gildir í fjórar vikur og varðar 135 evru sekt að brjóta bannið. Að hámarki mega 6 manns vera saman í fjölskyldusamkvæmum. Forsetinn segir ástandið alvarlegt en að yfirvöldi hafi ekki tapað stjórninni. Markmiðið er að ná smiti niður í 3-5 þúsund manns á sólarhring. Fyrra neyðarástandi frá því í vor var aflétt í júli. Um síðustu helgi smituðust 27 þúsund manns á einum sólarhring af Covid-19 í Frakklandi.

Ástandið versnar á ný í allri Evrópu

Þýskaland fer í s.k. „afgerandi fasa” og herðir reglur um samkomur og skyldu að bera munngrímu að sögn Deutsche Welle. Á svæðum með fleiri en 35 ný smit per 100 íbúa á einni viku verða reglur um einkasamkvæmi m.m. hertar. Börum og veitingastöðum verður lokað fyrr á kvöldin. Áður var greint frá hámarki 10 manns og einungis tvö heimili mega vera saman samtímis í einkasamkvæmum á svæðum sem eru talin háhættusvæði í Þýskalandi.

Farsóttin geisar í Stóra – Bretlandi með nær 2 500 ný smit síðasta sólarhring og 137 látna. Boris Johnson segir landið fara í nýjan fasa í baráttunni gegn kóróna og hefur deilt landinu í þrjú stig, þar sem ólíkar takmarkanir ráða. Smit hefur fjórfaldast á undanförnum fjórum vikum og fleiri Bretar núna veikir en í mars, þegar landinu var lokað. Erfiðast er ástandið í Liverpool og verður fjölskyldum bannað að halda samkvæmi jafnvel í trjágörðum utandyra. Börum og krám verður lokað sem ekki bjóða upp á mat og einungis alkahól með matnum. Öll Liverpool verður sett í sóttkví og fólki ráðlagt að ferðast hvorki til né frá borginni þótt það verði ekki bannað.

Í London undirbúa yfirvöld sig fyrir hæstu viðbragðsstöðu með hámarki sex manns í samkvæmi utandyra frá sama heimili en mismunandi heimili fá ekki að hittast í samkvæmum.

Í Katalóníu á Spáni verða aðgerðir hertar og hefjast aðfaranótt föstudags og gilda a.m.k. í tvær vikur. Spánn er eitt að þeim löndum sem hafa farið einna verst út úr kórónufaraldrinum og yfir 33 þúsund hafa látist og nær milljón smitast.

Í vikunni voru kynntar nýar hertari reglur varðandi sjúkdóminn bæði í Hollandi og Norður-Írlandi. Í Hollandi smituðust yfir 7 400 mans á einum sólarhring og verður börum og veitingahúsum lokað, opnunartímar búða takmarkaðir og samkvæmi með fleiri en 4 manns eru bannaðar. Á N-Írlandi verður krám og veitingastöðum lokað í fjórar vikur og skólum lokað í tvær vikur til að byrja með..

Í Portúgal varð nýtt met í smitun með yfir 2 þúsund manns á einum degi. Antonia Costa forsætisráðherra segir Portúgal ekki hafa efni á því að loka stofnunum öðru sinni. Skylt verður að bera munngrímur úti við á fjölmennum stöðum og fyrir vissa starfshópa verður skylda að hlaða niður og nota forrit sem ríkisstjórnin hefur látið gera og finnur covid-19. Hámark 50 manns mega vera saman við skírnir og brúðkaup og á almennum samkomum mega aðeins vera 5 manns að hámarki.

Á Ítalíu hafa smit ekki verið jafnmikil síðan faraldurinn braust út en 7 332 ný smittilfelli voru síðasta sólarhringinn.

Hér er linkur á kort af Evrópu og heiminum, þar sem hægt er að lesa af smit- og dánartölur síðustu daga

Athugasemdir

athugasemdir

Deila