Kórónulokunum og heilsuvegabréfi mótmælt þriðja laugardaginn í röð í Frakklandi

Yfir 200 þúsund Frakkar mótmæltu skyldu að hafa heilsupassa og covid-lokunum í gær. Gulvestungar hafa gengið í lið með mótmælendum til að verja frelsi einstaklingsins að fá að ráða málum sínum sjálfir. (Sksk. Twitter).

Í gær tókust liðssveitir lögreglunnar enn og afur á við mótmælendur gegn lokunum yfirvalda og þvingandi bólusetningum heilbrigðisstarfsmanna ásamt skyldu að sýna heilsupassa til að komast inn á veitinghús og aðra opinbera staði í Frakklandi. Skall í hart í París og a.m.k kosti þrír lögreglumenn slösuðust og eru á sjúkrahúsi að sögn Le Parisien. Yfir 200 þúsund Frakkar mótmæltu víða um land t.d. í borgunum Montpellier, Bordeaux, Marseille, Nice, Nantes og í París mótmæltu um 15 þúsund manns. 19 hafa verið handteknir, þar af helmingurinn í París. Yfirvöld segjast verða að hafa heilsuvegabréf „vegna afar smitsamra delta og gamma afbrigða kórónuveirunnar um allt land.“

Mótmælendur hrópuðu Frelsi! Frelsi! A.m.k. fjórar mótmælagöngur voru farnar í París í gær og var ein þeirra skipulögð af fyrrverandi hátt settum starfsmanni Þjóðfylkingar Marine Le Pen. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum og sló fólk með kylfum. Meira en 3.000 lögreglumenn voru að störfum.

Macron hefur klofið Frakkland

Marine Le Pen segir í viðtali við Express að Emmanuel Macron Frakklandsforseti gerði ekkert nema að sundra Frakklandi: „Covid hefur eins og aðrar kreppur virkað sem hvati og hraðað ferlinu…Í stórum dráttum hefur þessi kreppa sýnt fram á brýna þörf fyrir sjálfstæðan iðnað, landamæri sem verja okkur og viljastyrk til að ákveða sjálf það sem við viljum. Þessi kreppa hefur sýnt, að ákvarðanir ríkisstjórnar Macron eru takmarkaðar, hún vanhæf að sjá hlutina fyrir og vantar stefnu. Efnahagsleg áhrif þessara annmarka og pólitísku mistaka eru gríðarleg. Við eigum eftir að borga þau.“

Le Pen, sem er að búa sig undir þriðja framboð sitt til forseta í forsetakosningunum næsta vor, bætti við: „Macron lýsir sér sem efnahagslegum snillingi en hann mun skilja eftir sig land hrjáð af svelti iðnvæðingar, atvinnuleysi í hæstu hæðum og skuldir upp yfir axlirnar. „

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila