Kórónuveiran barst út frá rannsóknarstofu í Wuhan segir Dr. Roland Wiesendanger prófessor við háskólann í Hamburg

Dr. Roland Wiesendanger prófessor við háskólann í Hamborg hefur birt 100 síðna grein þar sem „hann leggur fram sannanir fyrir því að kórónuveiran hafi borist út frá rannsóknarstofunni í Wuhan, Kína.” Segist hann vera 99,9% öruggur með niðurstöðurnar. Fulltrúi WHO, Dr. Peter Embarek, vísar þeirri hugmynd á bug sem „ótrúlega ólíklegri” eftir heimsókn WHO til Wuhan. Kínverski kommúnistaflokkurinn neitar alfarið að veiran komi frá rannsóknarstofu Veirustofnunarinnar í Wuhan. Frá þessu greinir Daily Express.

Dr. Wiesendanger er eðlisfræðingur og sérfræðingur í öreindavísindum. Hann vísar til öryggisvandamála rannsóknarstofunnar og að yfirvöldum hafi ekki tekist að finna dýrið sem sagt er að hafi hýst veiruna á ferð yfir í fólk. Í skrifum þýska ZDF segir Wiesendanger, að hann sé „99,9% öruggur um, að veiran hafi komið frá rannsóknarstofunni.”

Árið 2002 birtist skýrsla um næstu kynslóð lífefnavopna, sem nú er m.a. rædd í sambandi við veiruna frá Wuhan

Dr. Wiesendanger fékk spurningu, hvort hann hefði séð „trúverðugar sannanir” sem sýndu fram á að veiran kæmi frá rannsóknarstofunni í Wuhan og svar hans var „Já, það hef ég.” Bendir hann á að enginn eðlilegur hýsill hafi fundist að Covid-19. Nálægasti ættinginn, kórónaveira sem kallast RaTG13 hafi fundist í leðurblöku 1.200 mílur frá Wuhan árið 2012. Dr. Wiesendanger telur að sýni hafi verið færð til Wuhan rannsóknarstofunnar og þar margfölduð og unnið með þau áður en þau bárust út. Bendir hann á öryggisvandamál við rannsóknarstofuna ásamt því, hversu veiran sé sérstaklega vel aðlöguð til að ráðast á frumur í mannslíkamanum. Ýmsir fræðimenn láta að því liggja að líklegast hafi veiran farið úr leðurblöku yfir í annað dýr áður en hún breyttist og barst í fólk.

Ýmsir vísindamenn gagnrýna niðurstöður Dr. Wiesendanger, þar sem hann vísar m.a. til heimilda á myndböndum á Youtube og greina í dagblöðum. Benda þeir á að hann sé eðlisfræðingur og enginn veirusérfræðingur. Rannsóknir Dr. Wiesendanger birtust nokkrum dögum eftir að Dr. Peter Embarek, sem var í forystu teymis WHO sem heimsótti stofnunina í Wuhan, sagði að það væri „ótrúlega ólíklegt” að veiran hefði borist út frá stofnuninni.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir í viðtali við NBC: „Kína hefur ekki tekist að miðla nauðsynlegum upplýsingum til alþjóðasamfélagsins. Skorturinn á gegnsæi er alvarlegt vandamál og það mun halda áfram.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila