Kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi til umfjöllunar á þingi – Búist við niðurstöðu í kvöld

Spread the love

Rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur er á dagskrá þingsins í dag og hófust umræður um málið kl.13:00. Að sögn starfsmanna Alþingis sem vel þekkja til búast við að umræður standi langt fram eftir kvöldi enda mjög líklegt að margir þingmenn vilji viðra sína skoðun í þessu umdeilda máli.

Eins og getið var að ofan er málið umdeilt fyrir margra hluta sakir og í gær lagði Jón Þór Ólafsson sem sat síðasta þing fyrir hönd Pírata fram kæru til lögreglu í málinu þar sem hann vill láta reyna á að rannsakað verði hvort kosningasvindl hafi átt sér stað.

Þegar umræðum er lokið verður kosið á milli þriggja tillagna til þess að ljúka málinu en ein þeirra snýr að því hvort kjósa eigi upp á nýtt á landinu öllu. Önnur tillagan snýr að því hvort láta eigi fyrri talningu gilda og loks sú þriðja sem gerir ráð fyrir að önnur talning verði látin gilda.

Hægt er að fylgjast með umræðunum með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila