Kosningaklúðrið slæmt en verra að sitja áfram uppi með sömu ríkisstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Kosningaklúðrið í norðvesturkjördæmi er slæmt en það er verra að sitja áfram uppi með sömu ríkisstjórn sem ætlar sér að leysa loftslagsmálin með því að setja á fór sérstakt loftslagsráðuneyti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmaður og formaður Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Sigmundur segir að lítið hafi breyst hjá stefnu þessarar ríkisstjórnar, enn og aftur snúist þetta um umbúðir en ekki málefni og einnig um völd og stóla. Hann segir að með því að sett verði á fót loftslagsmálaráðuneyti þýði það einungis það að forræðishyggjan verði áfram í forgrunni og tækifærið verði nýtt til þess að setja á nýja skatta á almenning sem komi sem fyrr verst niður á þeim sem lítið hafa á milli handanna.

Þá bendir Sigmundur á að hugur fylgi ekki máli hvað loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar varðar, sérstaklega þegar horft sé til orkumála og segir sérkennilegt að ekki sé ætlunin að virkja umhverfisvæna orku eins og vatnsföllin heldur fara yfir í það að reisa vindmyllur. Sú staðreynd sýni enn frekar fram á að pólitík ríkisstjórnarinnar snúist fyrst og fremst um einhvers konar ímynd heldur en nokkuð annað.

þetta gengur allt út á ímyndina og falleg orð eins og loftslagsmálin og loftslagsráðuneyti en það spyr enginn hvað þetta mun kosta, til dæmis hvað það kosti að fylgjast með borgurunum og að þeir séu ekki að menga með því að fara til útlanda og slíkt

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila