Kostnaður vegna hælisleitenda nemur allt að tveimur Dýrafjarðargöngum á ári

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það hefur enginn sýnt fólki sem hingað er komið til að búa og vinna annað en velvild en þeir sem villa á sér heimildir eru gestir sem eru ekkert sérstaklega velkomnir. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þá bendir Ásmundur einnig á að kostnaður vegna móttöku á hælisleitendum hafi farið langt fram úr þeim áætlunum sem settar hafi verið fram „ öllum áætlunum á undanförnum 2-3 árum, þegar menn ætluðu 450 milljónum í málaflokkinn þá fór það yfir milljarð, og núna erum við að tala um að menn sáu það strax í febrúar að þegar var talað um 500 hælisleitendur á þessu ári þá voru komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þúsund og kannski meira og kostnaðurinn hef ég heyrt 3 – 6 milljarða eða ein til tvö Dýrafjarðargöng á ári„,segir Ásmundur.

Deila