Krafa Demókrata á Facebook og Instagram: Lokið ævilangt fyrir Trump

Demókratar halda, að bara með því að taka málfrelsi af stjórnarandstæðingum sínum, þá takist þeim að halda völdum.

Demókrataflokkurinn krefst þess nú, að Facebook útiloki Donald Trump ævilangt frá netmiðlinum. Trump var snemma fjarlægður af Twitter og Facebook og Instagram lokuðu á forsetann 7. janúar í ár eftir árásina á þinghúsið. Á miðvikudaginn ákvað s.k. eftirlitsnefnd Facebook, að lokun á Donald Trump sé áfram í gildi að sögn NBC News. Eftirlitsnefndin reynir að láta líta út fyrir, að hún sé „hlutlaus aðili sem virkar sem nokkurs konar Hæstiréttur Facebook og Instagram“ en notendur geta kært til hennar, þegar lokað er á reikninga þeirra hjá Facebook og Instagram.

Þá hafa Facebook og Twitter einnig útilokað möguleika á að endurflytja boðskap fyrrverandi forseta sem opnaði heimasíðu á Internet með möguleika fyrir fólk að endurflytja boðskap hans á félagsmiðlunum.

Facebook og aðrir netmiðlar eru undir miklum þrýstingi frá flokki Demókrata um að útloka Trump og stuðningsmenn hans og einnig aðra með íhaldsskoðanir alfarið burtu frá möguleika til aðkomu að félagsmiðlum. Margir innan sem utan raða demókrata eru samt mjög gagnrýnir á flokk Demókrata fyrir að þrýsta á netrisana til að banna fyrrum forseta Bandaríkjanna og aðra núverandi stjórnarandstæðinga frá félagsmiðlum og líkja þeim sjónarmiðum og aðferðum sem fasískum og nasískum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila