Krefjast þess að Ungverjar hætti að gagnrýna ESB og George Soros

Lýðræðið lætur sífellt í minni pokann í valdabaráttunni innan ESB. Þýzki kristdemókratinn, Mannfred Weber frambjóðandi EPP flokka ESB-þingsins til forsetastóls framkvæmdarstjórnar ESB krefst að Ungverjaland veiti Miðevrópska Háskólanum í eigu George Soros ríkisstyrk og breyti lögum Ungverjalands svo Soros-háskólinn geti starfað í Búdapest. Að öðrum kosti muni flokkur Orbáns, Fidesz verða rekinn úr EEP-hópnum á ESB-þinginu.
Útvarp Saga hefur áður greint frá lygum stuðningsmanna George Soros á ESB-þinginu sem ásaka Ungverja um antisemítisma vegna gagnrýni Ungverja á George Soros og innflytjendastefnu ESB. Þann 20. mars n.k. greiðir EPP hópurinn atkvæði um að reka Fidesz flokkinn nema að Orbán biðji alla flokka hópsins afsökunar; Ungverjaland hætti tafaralaust með alla gagnrýni á  George Soros og ESB og að Ungverjaland veiti háskóla Soros ríkisstyrk og breyti lögum svo Soros-háskólinn geti starfað í Ungverjalandi. Ríkisstjórn Viktor Orbáns sér Soros-háskólann sem fjandsamlegan erlendan háskóla sem reyni að hafa áhrif á stjórnmálin innanlands. Ungversk lög krefjast að háskólar í erlendri eigu hafi minnst eina starfandi deild í móðurlandinu en Soros-háskólinn uppfyllir ekki það skilyrði.
Ekki er búist við að Viktor Orbán gangist við þessum afarkostum. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila