Alþjóðabankinn varar við alþjóðlegri skuldakreppu

Að sögn The Guardian vara hagfræðingar Alþjóðabankans við skuldasöfnun í heiminum í hálfsársskýrslu Global Economic Prospects (GEP). Sagt er að skuldir hafi ekki vaxið jafn hratt og mikið síðan 1970 og núverandi skuldabóla sé sú stærsta af fjórum stærstu skuldabólum undanfarin 50 ár. Alþjóðabankinn varar alvarlega við að ástandið geti leitt til nýrrar fjármálakreppu, þrátt fyrir sögulega lága vexti:

„Lágir vextir eru ótrygg vörn gegn fjármálakreppum“ segir Ayhan Kose fulltrúi Alþjóðabankans og bendir á að fyrri skuldabólur hafi endað á óvæginn hátt. Kose vill herða útlánareglur til að drag úr áhættu núverandi skuldabólu.

Heildaskuldir námu allt að 170 % af vergri framleiðslu 2018 og hækkuðu um 54% frá 2010. Kína stendur að baki stærstum hluta skuldaraukningarinnar, að hluta til vegna stærðar landsins en hækkun skulda er einnig í öðrum stórum vaxandi fjárhagssvæðum eins og t.d. Brasilíu.

Alþjóðabankinn segir mörg þróunarlönd „sigla í hættulegum sjó“ vegna allra lána, því aukin lán hafi ekki endilega leitt til aukins hagvaxtar og væru mörg þeirra því illa í stakk búinn þegar efnahagsástandið versnaði í heiminum. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila